„Það eru allir vegir opnir og við búumst ekki við mikilli snjóflóðahættu í nótt,“ segir Erla Guðný Helgadóttir, snjóflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
„Það eru allir vegir opnir og við búumst ekki við mikilli snjóflóðahættu í nótt,“ segir Erla Guðný Helgadóttir, snjóflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
„Það eru allir vegir opnir og við búumst ekki við mikilli snjóflóðahættu í nótt,“ segir Erla Guðný Helgadóttir, snjóflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Veginum um Súðarvíkurhlíð var lokað í gær vegna snjóflóðs og var þá einnig tekin ákvörðun um að loka Hnífsdalsvegi í gærkvöldi sökum snjóflóðahættu.
Í samtali við mbl.is segir Erla að það hafi dregið hratt úr snjóflóðahættu um leið og það hætti að hvessa í dag.
Mikill skafrenningur var í gærkvöldi og féllu flóð í Súðavíkurhlíð og einnig á öðrum stöðum sem voru þó ekki upp við vegi í gærkvöldi og í nótt.
Engin flóð hafa þó fallið síðan í morgun.
„Vonandi verður bara rólegt í nótt. Það er pínu austanátt og örlítil snjókoma með því en ég býst ekki við því að það verði mikil snjóflóðahætta í því veðri og vonandi gengur það bara hratt yfir,“ segir Erla.
„Þetta eru búnir að vera nokkrir dagar núna yfir hátíðirnar og vonandi fáum við smá pásu yfir áramótin.“