„Þetta hefur allt verið frekar bilað. Árið hefur verið samfellt ævintýri og ég held að ég hafi gert allt sem mig hefur dreymt um að gera í lífnu á þessu ári,“ segir Laufey Lín Bing Jónsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig árið hennar hafi verið.
„Þetta hefur allt verið frekar bilað. Árið hefur verið samfellt ævintýri og ég held að ég hafi gert allt sem mig hefur dreymt um að gera í lífnu á þessu ári,“ segir Laufey Lín Bing Jónsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig árið hennar hafi verið.
„Þetta hefur allt verið frekar bilað. Árið hefur verið samfellt ævintýri og ég held að ég hafi gert allt sem mig hefur dreymt um að gera í lífnu á þessu ári,“ segir Laufey Lín Bing Jónsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig árið hennar hafi verið.
Laufey er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands. Á árinu hlaut hún Grammy-verðlaun, seldi upp Hollywood Bowl, var á lista Forbes og ferðaðist um allan heiminn.
„Ég hef fengið að ferðast um heiminn, spila með átrúnaðargoðunum mínum og taka á móti verðlaunum sem ég hefði ekki þorað að láta mig dreyma um fyrir ári síðan. Ég er svo þakklát fyrir allt.“
Hvernig heldurðu að næsta ár verði?
„Það er engin leið að spá fyrir hvernig næsta ár verður. Það verður erfitt að keppa við þetta ár. Ég er að vinna í nýrri plötu einmitt núna og er mikil vinna fólgin í því. Ég er enn að koma mér fyrir í Los Angeles og vonandi kemst ég aftur á svið á komandi ári.“