Dómur yfir Trump staðfestur

Dómur yfir Trump staðfestur

Áfrýjunardómstóll staðfesti í dag dóm yfir Donald Trump, verðandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kynferðisbrotamáli sem E. Jean Carroll höfðaði gegn honum.

Dómur yfir Trump staðfestur

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 30. desember 2024

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vinkar innan úr Chevrolet Suburban bifreið …
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vinkar innan úr Chevrolet Suburban bifreið á leið sinni frá Trump International Golfklúbbnum í Palm Beach í Flórída í gær. AFP/Chandan Khanna

Áfrýjunardómstóll staðfesti í dag dóm yfir Donald Trump, verðandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kynferðisbrotamáli sem E. Jean Carroll höfðaði gegn honum.

Áfrýjunardómstóll staðfesti í dag dóm yfir Donald Trump, verðandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í kynferðisbrotamáli sem E. Jean Carroll höfðaði gegn honum.

Trump skal greiða amerísku blaðakonunni og rithöfundinum fimm milljónir bandaríkjadala eða sem jafngildir rúmum 720 milljónum króna.

Kynferðisleg misnotkun og ærumeiðingar

Donald Trump hefur alltaf neitað ásökununum en honum er gefið að sök að hafa nauðgað Carroll um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Forsetinn verðandi var fundinn sekur um kynferðislega misnotkun í maí á síðasta ári en ekki um nauðgun.

Áfrýjunardómstóll hefur nú staðfest dóminn og er Trump gert að greiða Carroll tvær milljónir dala vegna kynferðisbrotanna og þrjár milljónir að auki vegna ærumeiðandi ummæla sem hann viðhafði um Carroll þegar hann m.a. sagði hana ekki sína týpu og að hún væri einungis að ásaka hann um verknaðinn til að bók hennar myndi seljast betur.

Í janúar var Trump dæmdur til að greiða Carroll rúmar 83 milljónir bandaríkjadala í öðru ærumeiðingarmáli. Forsetinn verðandi hefur sagst ætla að áfrýja þeim dómi.

CNN

mbl.is