Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Brúðkaup | 30. desember 2024

Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, og Bára Guðmundsdóttir giftu sig um helgina eða á laugardaginn 28. desember. Dóra segir þetta hafi verið besti dagur lífs þeirra. 

Dóra Júlía og Bára giftu sig um helgina

Brúðkaup | 30. desember 2024

Íris Dögg Einarsdóttir tók myndirnar af hjónunum á brúðkaupsdaginn.
Íris Dögg Einarsdóttir tók myndirnar af hjónunum á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Instagram

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, og Bára Guðmundsdóttir giftu sig um helgina eða á laugardaginn 28. desember. Dóra segir þetta hafi verið besti dagur lífs þeirra. 

Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, og Bára Guðmundsdóttir giftu sig um helgina eða á laugardaginn 28. desember. Dóra segir þetta hafi verið besti dagur lífs þeirra. 

Brúðkaupið var hið glæsilegasta og gleðin var ríkjandi. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og veislan var haldin í Gamla Bíói. Gestirnir skemmtu sér vel og dönsuðu með Emmsjé Gauta sem tróð meðal annars upp. Dóra Júlía er þekkt fyrir mikið stuð sem plötusnúður og vantaði það ekki í veisluna.

Parið hefur verið saman frá árinu 2020. Þær trúlofuðu sig í París árið 2022 og festu kaup á íbúð saman rúmu ári síðar.

Dóra Júlía klæddist gullfallegum silkisatínkjól af ömmu sinni í athöfninni en skipti svo yfir í síðan, hvítan blazer-kjól þegar leið á partíið. Bára klæddist fallegri hvítri dragt í þremur hlutum, dragtarjakka, buxum og vesti. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með giftinguna!

mbl.is