Ein stærstu fangaskipti frá upphafi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu fóru fram milli ríkjanna tveggja í dag þegar hundruð fanga sneru til síns heima samkvæmt samningi Rússlands og Úkraínu með milligöngu Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Ein stærstu fangaskipti frá upphafi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu fóru fram milli ríkjanna tveggja í dag þegar hundruð fanga sneru til síns heima samkvæmt samningi Rússlands og Úkraínu með milligöngu Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Ein stærstu fangaskipti frá upphafi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu fóru fram milli ríkjanna tveggja í dag þegar hundruð fanga sneru til síns heima samkvæmt samningi Rússlands og Úkraínu með milligöngu Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Þetta er í 59. skiptið sem ríkin skiptast á föngum frá upphafi átakanna.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagðist hafa látið 150 úkraínska hermenn af hendi í skiptum fyrir jafn marga rússneska. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, talaði um að 189 Úkraínumenn hefðu snúið til síns heima.
Úkraínumenn endurheimtu auk hermannanna, landamæraverði, þjóðvarðliða og liðsmenn sjóhersins auk óbreyttra borgara. Mörgum hafði verið haldið föngnum í yfir tvö og hált ár. Embættismenn í Úkraínu sögðu marga hafa snúið til baka alvarlega veika eða særða.
Fréttamenn BBC voru á vettvangi þegar Úkraínumennirnir hittu ástvini sína á ný í Norður-Úkraínu í dag.
Áður en frelsaðir fangar komu á staðinn láku tár niður vanga Alinu, sem beið eftir manni sínum Oleksandr sem var tekinn til fanga 2022 er hann varði Maríupol í suðausturhluta landsins. „Svo margar tilfinningar,“ sagði hún. „Þetta hefur verið svo erfitt, ég vil bara fá að sjá hann.“
Anatólí, sem einnig var tekinn fanga í Maríupol 2022, sagði í samtalið við BBC að tilfinningarnar hefðu yfirbugað hann.
„Ég þakka guði fyrir að þessi dagur sé runninn upp. Við erum heima og nú munum við styðja Úkraínu með öllu sem við eigum.“
Enn eru þúsundir úkraínskra fanga í Rússlandi og hernumdum svæðum Úkraínu. Úkraínumenn gefa ekki upp fjölda úkraínskra fanga en talið er að þeir geti verið fleiri en átta þúsund.
Selenskí sagði tvo óbreytta borgara, sem handsamaðir voru í Maríupol, hafa verið á meðal þeirra sem var sleppt í dag.
„Við vinnum að því að frelsa alla frá Rússum. Það er okkar markmið. Við gleymum ekki neinum,“ sagði Selenskí sem birti myndir sem sýna fanga sitjandi í rútu með úkraínska fánann á lofti.