„Þetta kemur á óvart“

Veður | 30. desember 2024

„Þetta kemur á óvart“

„Við erum búin að vera að án þess að stoppa frá því við byrjuðum í dag. Þetta er óvenju mikið, sérstaklega ef miðað er við umferðina sem er ekki mikil. Það eru allir bílar úti og mikið um að bílar séu óökufærir eftir árekstur,“ segir Kristján Kristjánsson, hjá Árekstur.is

„Þetta kemur á óvart“

Veður | 30. desember 2024

Snjómokstur í höfuðborginni í morgun.
Snjómokstur í höfuðborginni í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum búin að vera að án þess að stoppa frá því við byrjuðum í dag. Þetta er óvenju mikið, sérstaklega ef miðað er við umferðina sem er ekki mikil. Það eru allir bílar úti og mikið um að bílar séu óökufærir eftir árekstur,“ segir Kristján Kristjánsson, hjá Árekstur.is

„Við erum búin að vera að án þess að stoppa frá því við byrjuðum í dag. Þetta er óvenju mikið, sérstaklega ef miðað er við umferðina sem er ekki mikil. Það eru allir bílar úti og mikið um að bílar séu óökufærir eftir árekstur,“ segir Kristján Kristjánsson, hjá Árekstur.is

Væntanlega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu að afar snjóþungt er úti eftir að snjó hefur kyngt niður í nótt. Ekki var búið að moka götur þegar umferð hófst og segir Kristján ástæðu til að vara fólk við aðstæðum.

Hálfgerður sunnudagur 

„Það hefur verið óvenju mikið um harða árekstra og margir dregnir í burtu af dráttarbílum þar sem bílarnir eru óökufærir,“ segir Kristján.

Hann segir eitthvað um að bílar séu illa búnir dekkjum en einnig séu dæmi um að fólk hafi farið óvarlega ef miðað er við aðstæður.

„Þetta kemur á óvart því það er svo lítil umferð. Þetta er hálfgerður sunnudagur ef við horfum á umferðina því margir hafa ákveðið að taka sér frí í dag,“ segir Kristján.

Óvenju margir árekstrar hafa verið í morgunsárið.
Óvenju margir árekstrar hafa verið í morgunsárið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is