Flestir telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu.
Flestir telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu.
Flestir telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu.
Fleiri telja Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hafa staðið sig vel en Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Á móti kemur telja fleiri Ingu Sæland hafa staðið sig illa en Þorgerði Katrínu.
Þátttakendur voru spurðir hversu vel eða illa þeim þóttu formenn stjórnmálaflokka hafa staðið sig á liðnu kjörtímabili.
51,3% taldi Kristrúnu hafa staði sig vel en 17% illa, 34,7% taldi Ingu hafa staðið sig vel en 27,7% illa og 34,2% töldu Þorgerði hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili en 25,1% illa.
Töluverð ánægja mældist með ríkisstjórnarsamstarfið en 56% sögðust ánægð með það á meðan 21,1% sögðust óánægð með það. 22,9% sögðust vera í meðallagi ánægð eða óánægð með samstarf flokkanna þriggja.
Þannig mælist ánægja með ríkisstjórnarsamstarfið meiri en samanlagt fylgi þeirra í Alþingiskosningunum en þar fékk Samfylkingin 20,8%, Viðreisn 15,8% og Flokkur fólksins 13,8% og flokkarnir þrír því samanlagt 50,4%.