Flestir telja Kristrúnu hafa staðið sig vel

Alþingiskosningar 2024 | 30. desember 2024

Flestir telja Kristrúnu hafa staðið sig vel

Flestir telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu.

Flestir telja Kristrúnu hafa staðið sig vel

Alþingiskosningar 2024 | 30. desember 2024

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar (í miðið) horfir til Þorgerðar Katrínar …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar (í miðið) horfir til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins (lengst til hægri), brosir sínu breiðasta á blaðamannafundir þegar ný ríkisstjórn kynnti stjórnarsáttmála sinn. mbl.is/Eyþór

Flestir telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu.

Flestir telja Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu.

Fleiri telja Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hafa staðið sig vel en Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Á móti kemur telja fleiri Ingu Sæland hafa staðið sig illa en Þorgerði Katrínu.

Inga staðið sig verst en þó betur en Þorgerður

Þátttakendur voru spurðir hversu vel eða illa þeim þóttu formenn stjórnmálaflokka hafa staðið sig á liðnu kjörtímabili.

51,3% taldi Kristrúnu hafa staði sig vel en 17% illa, 34,7% taldi Ingu hafa staðið sig vel en 27,7% illa og 34,2% töldu Þorgerði hafa staðið sig vel á liðnu kjörtímabili en 25,1% illa.

Ánægja meiri en samanlagt fylgi

Töluverð ánægja mældist með ríkisstjórnarsamstarfið en 56% sögðust ánægð með það á meðan 21,1% sögðust óánægð með það. 22,9% sögðust vera í meðallagi ánægð eða óánægð með samstarf flokkanna þriggja.

Þannig mælist ánægja með ríkisstjórnarsamstarfið meiri en samanlagt fylgi þeirra í Alþingiskosningunum en þar fékk Samfylkingin 20,8%, Viðreisn 15,8% og Flokkur fólksins 13,8% og flokkarnir þrír því samanlagt 50,4%.

mbl.is