Fundað um öryggisbresti vegna árásinnar

Fundað um öryggisbresti vegna árásinnar

Yfirmenn öryggis- og leyniþjónustustofnana í Þýskalandi mættu á þýska þingið til að svara spurningum þingnefndar um árásina í Magdeburg sem varð fimm að bana og særði meira en 200 til viðbótar.

Fundað um öryggisbresti vegna árásinnar

Árás á jólamarkað í Magdeburg | 30. desember 2024

5 létust og yfir 200 særðust í árásinni 20. desember.
5 létust og yfir 200 særðust í árásinni 20. desember. AFP

Yfirmenn öryggis- og leyniþjónustustofnana í Þýskalandi mættu á þýska þingið til að svara spurningum þingnefndar um árásina í Magdeburg sem varð fimm að bana og særði meira en 200 til viðbótar.

Yfirmenn öryggis- og leyniþjónustustofnana í Þýskalandi mættu á þýska þingið til að svara spurningum þingnefndar um árásina í Magdeburg sem varð fimm að bana og særði meira en 200 til viðbótar.

Farið var yfir hugsanleg atriði og vísbendingar sem gætu hafa yfirsést og öryggisbresti fyrir árásina sem var gerð 20. desember.

Mun ávarpa fjölmiðla síðar í dag

Innanríkisráðherra Þýskalands Nancy Faeser mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt embættismönnum, yfirmönnum þýsku alríkislögreglunnar og innan- og utanríkisþjónustu hennar.

Fór fundurinn fram fyrir luktum dyrum en mun svo Faeser ávarpa fjölmiðla síðar í dag.

Innanríkisráðherra Þýskalands Nancy Faeser mun ávarpa fjölmiðla síðar í dag.
Innanríkisráðherra Þýskalands Nancy Faeser mun ávarpa fjölmiðla síðar í dag. AFP

Andvígur íslamstrú

Sádiarabískur flóttamaður í Þýskalandi, Taleb al-Abdulmohsen, er sá eini sem er grunaður um árásina en þeir sem hafa rannsakað málið hafa enn ekki greint frá meintum ástæðum árásarinnar.

Hefur verið bent á að aðferð árásarinnar svipi til árása sem fleiri íslamskir vígamenn hafa gert, m.a. í Berlín og frönsku borginni Nice árið 2016.

Þess ber að geta að Abdulmohsen hefur þó á samfélagsmiðlum viðrað skoðanir sínar þar sem hann gagnrýnir Íslam. Þá hefur hann lýst yfir reiði út í Þýskaland fyrir að hleypa inn of mörgum stríðshrjáðum múslímum og öðrum hælisleitendum inn í landið.

Var undir áhrifum vímuefna

Að sögn fjölmiðla hefur Abdulmohsen glímt við geðsjúkdóm í fortíð sinni sem hann hlaut hjálp við að takast á við. Þá hafa fjölmiðlar einnig greint frá að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna nóttina sem hann var handtekinn.

Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn en að sögn saksóknara hefur ekki verið gefin út ákæra fyrir hryðjuverk í málinu, enn sem komið er. 

mbl.is