Hríðarbakki stefnir úr suðri

Veður | 30. desember 2024

Hríðarbakki stefnir úr suðri

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, varar við því að hríðarbakki stefni úr suðri í Mýrdal.

Hríðarbakki stefnir úr suðri

Veður | 30. desember 2024

Spáð er hríðarbakka á Suðurlandi.
Spáð er hríðarbakka á Suðurlandi. Ljósmynd/Landsbjörg

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, varar við því að hríðarbakki stefni úr suðri í Mýrdal.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, varar við því að hríðarbakki stefni úr suðri í Mýrdal.

Segir hann að hríðin beri með sér skafrenning og austan 15-20 m/s frá því um kl. 21-22 í kvöld og mun það standa þar til í fyrramálið. Er veðurhamurinn sagður afmarkast að mestu frá Seljalandsfossi og austur á Mýrdalssand að Vík. Veðrið mun berast vestur með suðurströndinni í kjölfarið en óvissa er hvort það nái inn á land.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is