Inga Sæland þarf að breyta um takt

Spursmál | 30. desember 2024

Inga Sæland þarf að breyta um takt

Inga Sæland þarf að breyta um takt í opinberri framkomu, nú þegar hún er orðin ráðherra. Þetta er mat þeirra Björns Inga Hrafnssonar og Vigdísar Häsler en þau eru gestir nýjasta þáttar Spursmála sem tekur stöðuna á stjórnmálunum eins og þau blasa við nú milli jóla og nýárs.

Inga Sæland þarf að breyta um takt

Spursmál | 30. desember 2024

Inga Sæland þarf að breyta um takt í opinberri framkomu, nú þegar hún er orðin ráðherra. Þetta er mat þeirra Björns Inga Hrafnssonar og Vigdísar Häsler en þau eru gestir nýjasta þáttar Spursmála sem tekur stöðuna á stjórnmálunum eins og þau blasa við nú milli jóla og nýárs.

Inga Sæland þarf að breyta um takt í opinberri framkomu, nú þegar hún er orðin ráðherra. Þetta er mat þeirra Björns Inga Hrafnssonar og Vigdísar Häsler en þau eru gestir nýjasta þáttar Spursmála sem tekur stöðuna á stjórnmálunum eins og þau blasa við nú milli jóla og nýárs.

Setti ofan í við ráðherra

Vakti talsverða athygli það hnútukast sem Inga lenti í við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands á Bylgjunni. Þar mætti hún ásamt hinum valkyrjunum tveimur, Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Varð Kristjáni og Ingu nokkuð sundurorða og setti þáttarstjórnandi ofan í við hinn nýbakaða ráðherra fyrir það hvernig hún hagaði orðum sínum.

Vigdís Häsler er meðal gesta í Spursmálum að þessu sinni.
Vigdís Häsler er meðal gesta í Spursmálum að þessu sinni. mbl.is/Kristófer Liljar

Skefur ekki utan af því

Inga hefur aldrei verið þekkt fyrir að skafa utan af hlutunum og hefur það meðal annars gerst oftar en einu sinni í Spursmálum þar sem hún hefur mætt og rætt fréttir líðandi stundar en einnig í aðdraganda síðustu kosninga.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans telur að fylgi Flokks fólksins muni hrynja hratt á komandi vikum, nokkuð í anda þess sem Framsóknarflokkurinn hefur upplifað í Reykjavík undir stjórn Einars Þorsteinssonar.

Umræðurnar um hina nýju stöðu Ingu, og hvað hún þýði fyrir hana pólitískt og persónulega, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Hér að neðan má svo einnig sjá viðtalið við Björn Inga og Vigdísi í heild sinni, ásamt ítarlegu viðtali við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.



mbl.is