Metsala á áramótakökunni í ár

Bakstur | 30. desember 2024

Metsala á áramótakökunni í ár

Eva María Hallgrímsdóttir eigandi kökuverslunarinnar Sætar Syndir er annálaður fagurkeri og snillingur í því að skreyta kökur og kræsingar fyrir veislur og tímamót eins og afmæli og áramót.

Metsala á áramótakökunni í ár

Bakstur | 30. desember 2024

Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum Syndum býður upp á fágaða …
Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum Syndum býður upp á fágaða áramótaköku í ár, skreyta með slaufum. Samsett mynd

Eva María Hallgrímsdóttir eigandi kökuverslunarinnar Sætar Syndir er annálaður fagurkeri og snillingur í því að skreyta kökur og kræsingar fyrir veislur og tímamót eins og afmæli og áramót.

Eva María Hallgrímsdóttir eigandi kökuverslunarinnar Sætar Syndir er annálaður fagurkeri og snillingur í því að skreyta kökur og kræsingar fyrir veislur og tímamót eins og afmæli og áramót.

Síðustu daga hafa verið miklar annir hjá Evu Maríu þar sem það styttist óðum í áramótin og þá streyma inn pantanir fyrir áramótakökuna frægu. Eva María hefur boðið upp á áramótaköku fyrir áramótaveisluna frá því hún byrjaði með Sætar Syndir. Nýtt þema lítur dagsins ljós fyrir hver áramót og ávallt er í boði skrautlegar áramótakræsingar á áramótabökkunum sem útbúnir eru hjá Sætum Syndum. Nýjasta kakan er greinilega að slá í gegn miðað við þær pantanir sem Eva María hefur fengið síðustu daga.

Í skýjunum með móttökurnar

„Við erum alveg í skýjunum með móttökurnar en við erum búnar að loka fyrir pantanir í vefverslun en erum á fullu að framleiða kökur fyrir kökubúðina okkar í Hlíðasmára 19, sem verður opin á morgun, gamlársdag, frá klukkan 11-14,“ segir Eva María með bros á vör.

„Það verður auðvitað takmarkað magn í boði, bara fyrstur kemur fyrstur fær en við gerum okkar besta til að framleiða fullt af kökum. Kakan er alveg í stíl við það sem er búið að vera gríðarlega vinsælt í ár en það er vintage smjörkremsskreyting og svo fágaðar slaufur. Þetta útlit hefur alveg slegið í gegn í ár og passar kakan vel með freyðandi drykkjum.“

Kökuna er hægt að fá fyrir 6-8 manns eða 12-15 manns og hægt að velja á milli mismunandi bragðtegunda:

  • Súkkulaðikaka með saltkaramellu- og vanillukremi
  • Vanillukaka með Dumle-kremi
  • Vegan-súkkulaðikaka með súkkulaðikremi

 

mbl.is