Óskar Logi og Vala opinberuðu nafn frumburðarins

Barnanöfn | 30. desember 2024

Óskar Logi og Vala opinberuðu nafn frumburðarins

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og sambýliskona hans, Valdís Eiríksdóttir útvarpskona, gáfu syni sínum nafn á sunnudag. Drengurinn, sem kom í heiminn þann 5. desember síðastliðinn, fékk nafnið Stefán Bjarmi.

Óskar Logi og Vala opinberuðu nafn frumburðarins

Barnanöfn | 30. desember 2024

Óskar Logi og Vala með frumburðinn.
Óskar Logi og Vala með frumburðinn. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og sambýliskona hans, Valdís Eiríksdóttir útvarpskona, gáfu syni sínum nafn á sunnudag. Drengurinn, sem kom í heiminn þann 5. desember síðastliðinn, fékk nafnið Stefán Bjarmi.

Tónlistarmaðurinn Óskar Logi Ágústsson og sambýliskona hans, Valdís Eiríksdóttir útvarpskona, gáfu syni sínum nafn á sunnudag. Drengurinn, sem kom í heiminn þann 5. desember síðastliðinn, fékk nafnið Stefán Bjarmi.

Parið greindi frá nafni drengsins í sameiginlegri færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Fallegi drengurinn okkar var formlega nefndur í dag.

Stefán Bjarmi Óskarsson.

Stefán heitir hann í höfuðið á föðurbróður sínum, sem féll frá langt fyrir aldur fram. Við Bjarmi misstum af miklu að fá aldrei að kynnast honum, en við þekkjum hann í gegnum sögurnar og minningar ástvina hans af honum.

Bjarmi er út í bláinn og er búið að vera nafnið hans síðan hann var lítil baun í mömmumalla.

Lítill og náinn fjölskyldufögnuður í dag og við stútfull af þakklæti og ást,” skrifaði parið við myndaseríu úr nafnaveislunni.

Óskar Logi, forsprakki hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, og Valdís, jafnan kölluð Vala Eiríks, hnutu um hvort annað seint á síðasta ári og hafa komið sér vel fyrir í Kópavogi.

mbl.is