Rólegt í veðri um áramótin

Veður | 30. desember 2024

Rólegt í veðri um áramótin

Kalt verður um áramótin og rólegt í veðri.

Rólegt í veðri um áramótin

Veður | 30. desember 2024

Hitaspá um miðnætti á gamlárskvöld.
Hitaspá um miðnætti á gamlárskvöld. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Kalt verður um áramótin og rólegt í veðri.

Kalt verður um áramótin og rólegt í veðri.

Norðaustanátt verður sunnanlands snemma á gamlársdag með snjókomu og skafrenningi en léttir til og lægir þegar líður á daginn, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Þá verður hægur vindur á gamlárskvöld og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en eitthvað um él norðaustanlands.

Í ljósi þess að lítið verður um vind og mikið um flugelda má gera ráð fyrir slæmum loftgæðum á gamlárskvöld og fram á nótt, sérstaklega á þéttbýlum svæðum.

Fyrsti dagur nýja ársins verður að mestu bjartur, breytileg átt 5-13 m/s, með stöku éljum norðaustantil.

Frost verður 5 til 18 stig. Kaldast verður inn til landsins og upp til fjalla.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is