Snjóruðningur gengur vel en „tregfært“ sum staðar

Veður | 30. desember 2024

Snjóruðningur gengur vel en „tregfært“ sum staðar

Snjóruðningur í Reykjavík gengur hratt og vel fyrir sig en þó er enn illfært fyrir litla bíla í sumum húsagötum í efri byggðum.

Snjóruðningur gengur vel en „tregfært“ sum staðar

Veður | 30. desember 2024

Snjómokstur í Grafarvogi í morgun.
Snjómokstur í Grafarvogi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjóruðningur í Reykjavík gengur hratt og vel fyrir sig en þó er enn illfært fyrir litla bíla í sumum húsagötum í efri byggðum.

Snjóruðningur í Reykjavík gengur hratt og vel fyrir sig en þó er enn illfært fyrir litla bíla í sumum húsagötum í efri byggðum.

Þetta segir Eiður Fannar Erlendsson, yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg, í samtali við mbl.is.

Snjóruðningstæki í Reykjavíkurborg voru kölluð út um fjögurleytið í nótt til að ryðja stofn- og tengigötur og stíga víða um borgina.

Gröfur kallaðar út um sjöleytið

Um sjöleytið voru gröfur kallaðar út til að moka snjó í húsagötum.

„Tækin okkar sem eru í húsagötunum voru ræst út snemma í morgun, um það bil þegar bakkinn var að ganga yfir, og sú vinna er komin á fullt,“ segir hann.

Eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu vita þá hefur kyngt niður snjó frá því í nótt og kom sumum á óvart hve mikil snjókoman var.

Voruð þið að búast við svona mikilli snjókomu?

„Kannski ekki alveg svona miklu. Hann var lengri bakkinn en gert var ráð fyrir, við héldum að hann myndi ganga hraðar yfir en hann gerði. Þannig það hrundi nú meira úr þessu en við reiknuðum með, en ekkert sem við náum ekki að redda,“ segir Eiður.

Tregfært fyrir litla bíla í húsagötum í efri byggðum

Hann segir snjómoksturinn ganga vel en nefnir að það sé svolítið „tregfært“ í sumum húsagötum í efri byggðum fyrir minnstu bílana.

„Ég býst við að það geti verið þannig svona fram að hádeginu. Þetta gengur hratt og þeir eru fljótir yfir,“ segir Eiður.

mbl.is