Sorp ekki verið hirt síðan um miðjan október

Sorphirða | 30. desember 2024

Sorp ekki verið hirt síðan um miðjan október

Íbúar á Austurlandi hafa margir kvartað undan því að sorp sé að safnast upp á heimilum þeirra. Eru dæmi um að sorp hafi ekki verið sótt síðan um miðjan október.

Sorp ekki verið hirt síðan um miðjan október

Sorphirða | 30. desember 2024

Mynd af ruslatunnum sem deilt var í færslu á jóladag …
Mynd af ruslatunnum sem deilt var í færslu á jóladag á Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs. Ljósmynd/Facebook

Íbúar á Austurlandi hafa margir kvartað undan því að sorp sé að safnast upp á heimilum þeirra. Eru dæmi um að sorp hafi ekki verið sótt síðan um miðjan október.

Íbúar á Austurlandi hafa margir kvartað undan því að sorp sé að safnast upp á heimilum þeirra. Eru dæmi um að sorp hafi ekki verið sótt síðan um miðjan október.

Ingunn Einarsdóttir, sem bjó áður fyrir austan og á föðurbræður búsetta á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, segir íbúa Múlaþings og nágrennis vera mjög ósátta.

Mikil umræða hefur skapast um málefnið í íbúahópum á samfélagsmiðlum. Segjast einhverjir jafnvel íhuga að brenna ruslið sem hefur safnast upp, en þess má geta að það er ólöglegt. 

Sorphirðufyrirtækið hafði ítrekað lofað að hirða ruslið

„Þegar ég kom til þeirra um jólin varð ég vör við það að allar tunnur voru fullar. Sorp hefur ekki verið sótt í Hrafnkelsdal síðan í október og það er algjör ólestur á sorphirðu innanbæjar á Egilsstöðum,“ segir Ingunn í samtali við mbl.is. 

Sorphirðufyrirtækið Kubbur undirritaði samning um sorphirðu í Múlaþingi í byrjun desember, en gerðu skammtímasamning frá nóvember. Fyrirtækið sér um sorphirðu í ýmsum öðrum sveitarfélögum á Austurlandi.

Íbúum boðið að farga rusli í Múlaþingi

Ingunn segist hafa verið í samskiptum við framkvæmdastjóra Kubbs og að hann hafi ítrekað lofað að senda starfsfólk Kubbs til að sækja sorpið sem hafði safnast upp síðan um miðjan október.

Sorpið hefur þó ekki verið sótt. Þess í stað var fólki, þar á meðal frændum Ingunnar, sem þurfti að losa sig við sorp boðið að fara með ruslið til förgunar því að kostnaðarlausu. 

Boðið ekki kostnaðarlaust

„Mér finnst það ekki vera að kostnaðarlausu fyrir þá sem búa fyrir utan sveitarfélagið að fara með stóra og þunga tunnu af rusli í einkabíl sinn og keyra síðan 200 km til að fara með ruslið,“ nefnir Ingunn.

Þann 27.desember var sendur ruslabíll fyrir endurvinnanlegt rusl í Múlaþing, og starfsmenn Kubbs sóttu flokkunartunnur með plasti og pappa, en almennt rusl og lífrænt rusl var ekki sótt heldur átti að sækja það í ferð síðar sem áætluð var í dag.

Ingunn gat ekki veitt upplýsingar um hvort sá bíll var sendur að svo stöddu.

Íbúar kvarta á Facebook

í Facebook-hópum fyrir íbúa í Fljótsdalshéraði og Fjarðarbyggð má einnig lesa um gríðarlega óánægju íbúa með þjónustuna, eða skortinn á henni.

„Fólk er að birta myndir af ruslinu og er að þakka fyrir að það sé ekki vindur, annars hefði ruslið bara fokið út um allt.“

Ingunn segir að þetta sé vandamál sem verði að leysa eins fljótt og auðið er enda sé þetta þjónusta sem sveitarfélög greiði fyrir og þar með íbúarnir. 

mbl.is