Það var hátíðlegt um að litast í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var þegar Köttur á heitu blikkþaki var frumsýnt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands var á meðal gesta en með henni í för var eiginmaðurinn Björn Skúlason. Borgarleikhússtjórinn Brynhildur Guðjónsdóttir var á frumsýningunni og það voru líka leikarahjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir foreldrar leikstjóra sýningarinnar, Þorleifs Arnar Arnarssonar.
Það var hátíðlegt um að litast í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var þegar Köttur á heitu blikkþaki var frumsýnt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands var á meðal gesta en með henni í för var eiginmaðurinn Björn Skúlason. Borgarleikhússtjórinn Brynhildur Guðjónsdóttir var á frumsýningunni og það voru líka leikarahjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir foreldrar leikstjóra sýningarinnar, Þorleifs Arnar Arnarssonar.
Það var hátíðlegt um að litast í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var þegar Köttur á heitu blikkþaki var frumsýnt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands var á meðal gesta en með henni í för var eiginmaðurinn Björn Skúlason. Borgarleikhússtjórinn Brynhildur Guðjónsdóttir var á frumsýningunni og það voru líka leikarahjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir foreldrar leikstjóra sýningarinnar, Þorleifs Arnar Arnarssonar.
Verkið, sem er eftir Tennessee Williams, fjallar um afmælisveislu ættföður sem fagnar 60 ára afmæli þetta kvöld. Þegar líður á kvöldið fer afmælisveislan að snúast upp í andhverfu sína og gömul mál koma upp á yfirborðið og ný vandamál birtast ljóslifandi.
Erfðadeilur, sálarflækjur og kynferðisleg spenna leiða persónur verksins á tilfinningaleg jarðsprengjusvæði, þar sem baráttan fyrir tilverunni, frelsinu og sannleikanum tekur yfir.
Leikarar sýningarinnar eru Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Halldór Gylfason, Hákon Jóhannesson, Heiðdís C. Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sigurður Ingvarsson.
Erna Mist Yamagata hannaði leikmynd og búninga sýningarinnar og Gunnar Hildimar Halldórsson sá um lýsingu og Þorbjörn Steingrímsson sá um hljóðmynd.