Þessi keyptu og seldu, pökkuðu í kassa og fluttu

Hverjir fluttu hvert | 30. desember 2024

Þessi keyptu og seldu, pökkuðu í kassa og fluttu

Það var nóg að gera á fasteignamarkaðinum á árinu sem er að líða þótt Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafi gert allt til þess að fólk væri með líf sitt fast í handbremsu.

Þessi keyptu og seldu, pökkuðu í kassa og fluttu

Hverjir fluttu hvert | 30. desember 2024

Guðmundur Marteinsson, Kolbeinn Sigþórsson, Inga Lind Karlsdóttir og Högni Egilsson …
Guðmundur Marteinsson, Kolbeinn Sigþórsson, Inga Lind Karlsdóttir og Högni Egilsson eiga það sameiginlegt að hafa flutt á árinu. Samsett mynd

Það var nóg að gera á fasteignamarkaðinum á árinu sem er að líða þótt Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafi gert allt til þess að fólk væri með líf sitt fast í handbremsu.

Það var nóg að gera á fasteignamarkaðinum á árinu sem er að líða þótt Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafi gert allt til þess að fólk væri með líf sitt fast í handbremsu.

Inga Lind Karlsdóttir festi kaup á krúttlegu einbýli í miðbænum.
Inga Lind Karlsdóttir festi kaup á krúttlegu einbýli í miðbænum. Samsett mynd

Inga Lind keypti og seldi af miklum móð

Þetta var gott ár hjá Ingu Lind Karlsdóttur, eiganda Skot Productions. Hún afrekaði það að selja dýrasta hús landsins þegar hún seldi einbýlishús sitt við Mávanes 17 á 850.000.000 kr.

Í framhaldinu festi hún kaup á 149.000.000 kr. húsi í miðbæ Reykjavíkur, eða svokölluðu krútthúsi eins og það var kallaði í frétt á Smartlandi. Krútthúsið var reist 1906 og er 136 fm að stærð. Húsið fékk hún afhent 30. júlí og hóf hún strax að mála veggi og gera fínt. Í leiðinni seldi hún nokkuð ríkulegt magn af húsgögnum á Facebook, hjónarúm og fleira sem rúmaðist ekki í litla húsinu. Krútthúsið er þrjár hæðir, miðhæð, kjallari og ris, og með gluggum í þrjár áttir. 

Inga Lind Karlsdóttir greiddi 380.000.000 kr. fyrir þakíbúðina við Laugaveg …
Inga Lind Karlsdóttir greiddi 380.000.000 kr. fyrir þakíbúðina við Laugaveg 168A. Samsett mynd

Keypti líka 380 milljóna íbúð

Inga Lind keypti ekki bara lítið krútthús í 101 því hún bætti um betur og festi kaup á 380.000.000 kr. þakíbúð á Heklureitnum við Laugaveg 168. Íbúðin er 236 fm að stærð, hún er enn í smíðum og verður afhent eftir tæplega ár. Hafstudio og Studio Homestead koma að hönnun innréttinga og eru þær sérsmíðaðar af ítalska fyrirtækinu Cubo Design úr Miton-línunni þeirra. Hátt er til lofts í íbúðinni eða 3,4 m og henni fylgja stórar þaksvalir.

Haraldur Þórðarson og Ragnhildur Ágústsdóttir hafa fest kaup á húsi …
Haraldur Þórðarson og Ragnhildur Ágústsdóttir hafa fest kaup á húsi við Blikanes. Samsett mynd

Féllu fyrir 335 milljóna Manfreðshúsi

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga og eiginkona hans, Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistarmaður, festu kaup á einbýli eftir Manfreð Vilhjálmsson við Blikanes í Arnarnesi. Um er að ræða 467 fm einbýli sem var reist 1973. Þau keyptu húsið af Elvari Aðalsteinssyni
kvikmyndaframleiðanda og Önnu Maríu Pitt sem festu kaup á húsinu 2018. Haraldur og Ragnhildur greiddu 335.000.000 kr. fyrir húsið.

Í framhaldinu seldu hjónin glæsilegt einbýli sitt á Seltjarnarnesi. 

Aníta Briem og Hafþór Waldorff keyptu saman íbúð og eignuðsut …
Aníta Briem og Hafþór Waldorff keyptu saman íbúð og eignuðsut barn ár árinu. Ljósmynd/Instagram

Aníta og Hafþór keyptu íbúð saman

Leikkonan Aníta Briem og kærasti hennar, Hafþór Waldorff, festu kaup á fallegri íbúð við Bárugötu. Um er að ræða 129,7 fm íbúð sem er á efstu hæð hússins og státar af fögru útsýni.

Bogi Nils Bogason keypti og seldi hús og keypti hús.
Bogi Nils Bogason keypti og seldi hús og keypti hús. Samsett mynd

Forstjóri seldi hús á leifturhraða

Bogi Nils Bogason, forstjóri flugfélagsins Icelandair, og Björk Unnarsdóttir hjúkrunarfræðingur seldu glæsilegt einbýlishús sitt í Grafarvogi. Um er að ræða 221,4 fm hús sem reist var 1989. Húsið var teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt. Húsið var auglýst til sölu 2. júlí og
stoppaði stutt við á fasteignamarkaðnum því að 15. júlí var það selt. Nýr eigandi er Bergrós Ingadóttir, sérfræðingur hjá Alvotech. Hún greiddi ásett verð fyrir húsið, eða 175.000.000 kr. Á dögunum bárust fréttir af því að Bogi og Björk hefðu fest kaup á 275.000.000 kr. húsi í Grafarvogi sem reist var 1999.

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir.
Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir.

Högni keypti og seldi íbúðir í sama húsi

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson seldi íbúð sína við Kolagötu 3 í Reykjavík 29. janúar á þessu ári. Um er að ræða 125,4 fm íbúð í einni af blokkunum við Hafnartorg sem reistar voru árið 2018. Íbúðin er á þriðju hæð. Á sama tíma keypti hann aðra íbúð í sama húsi. Richard Neil Palu keypti íbúðina af Högna og greiddi fyrir hana 135.000.000 kr. Í framhaldinu keypti hann aðra íbúð í sama húsi, 124,6 fm að stærð, og greiddi 131.000.000 kr. fyrir hana. Nýja íbúðin er á fimmtu hæð meðan sú sem hann seldi var á þriðju hæð. Það má því segja að tónlistarmaðurinn sé á hraðri uppleið.

Vífill Magnússon arkitekt teiknaði rúllutertuhúsið og var það reist 1996.
Vífill Magnússon arkitekt teiknaði rúllutertuhúsið og var það reist 1996. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Rúllutertuhúsið seldist loksins

Hið sérstaka rúllutertuhús við Klukkuberg 40 í Hafnarfirði seldist loksins eftir að hafa kúrt á fasteignavef mbl.is allt of lengi. Það var hannað af Vífli Magnússyni arkitekt og vakti strax athygli þegar það var reist 1996. Dofri Örn Guðlaugsson og Vilhjálmur Þór Sigurðsson keyptu
húsið og greiddu fyrir það 120.000.000 kr.

Kolbeinn Sigþórsson seldi glæsiíbúð og keypti glæsihús.
Kolbeinn Sigþórsson seldi glæsiíbúð og keypti glæsihús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn keypti glæsihús og seldi glæsiíbúð 

Einar Örn Benediktsson, sykurmoli og listamaður, og eiginkona hans, Sigrún Guðmundsdóttir dansari, settu einstakt einbýlishús sitt við Bakkastaði 117 í Grafarvogi á sölu. Húsið er teiknað af Páli Hjaltasyni arkitekt og er ríkt að sjónsteypu og fantaflottri hönnun. Húsið var ekki lengi á sölu því að Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður keypti húsið og greiddi fyrir það
225.000.000 kr. 

Guðmundur Marteinsson fyrrum framkvæmdastjóri Bónuss keypti hönnunaríbúð.
Guðmundur Marteinsson fyrrum framkvæmdastjóri Bónuss keypti hönnunaríbúð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keypti 190 milljóna hönnunaríbúð

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg
B. Halldórsdóttir, keyptu lúxusíbúð sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði frá A-Ö. Hjónin greiddu 190.000.000 kr. fyrir íbúðina og fylgdu öll gluggatjöld með í kaupunum og líka veggljós. Í kjölfarið settu hjónin einbýlishús sitt í Akrahverfinu á sölu en það er ennþá óselt.

mbl.is