Öll moksturstæki Vegagerðarinnar eru að störfum. Ófært er á sunnanverðu Snæfellsnesi og er von á að ófært verði hjá Hafnarfjalli í Borgarfirði þegar líður á daginn.
Öll moksturstæki Vegagerðarinnar eru að störfum. Ófært er á sunnanverðu Snæfellsnesi og er von á að ófært verði hjá Hafnarfjalli í Borgarfirði þegar líður á daginn.
Öll moksturstæki Vegagerðarinnar eru að störfum. Ófært er á sunnanverðu Snæfellsnesi og er von á að ófært verði hjá Hafnarfjalli í Borgarfirði þegar líður á daginn.
Þetta upplýsir Magnús Ingi Jónsson hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.
Hann segir allt Vesturland og Suðvesturland undir snjó og að byrjað sé nú að snjóa duglega á Suðurlandi.
„Svo er að aukast hvassviðri á vestanverðu landinu og það er orðið ófært núna á Snæfellsnesi, sunnanverðu sérstaklega, og við eigum von á auknu veseni þar eftir því sem líður á daginn og hjá Hafnarfjalli líka í Borgarfirðinum. Þetta verður ekki spennandi seinni partinn.“
Sýnist Magnúsi þó að draga á úr úrkomu fljótlega á höfuðborgarsvæðinu.
„Það fer að létta til þar, vonandi fljótlega.“