Yfir 200 skjálftar frá upphafi hrinunnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. desember 2024

Yfir 200 skjálftar frá upphafi hrinunnar

Rúmlega 200 jarðskjálftar hafa mælst norðan við Eldey síðan skjálftahrinan hófst á svæðinu í fyrrinótt.

Yfir 200 skjálftar frá upphafi hrinunnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. desember 2024

Jarðskjálftarnir hafa mælst norðan við Eldey.
Jarðskjálftarnir hafa mælst norðan við Eldey. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Rúmlega 200 jarðskjálftar hafa mælst norðan við Eldey síðan skjálftahrinan hófst á svæðinu í fyrrinótt.

Rúmlega 200 jarðskjálftar hafa mælst norðan við Eldey síðan skjálftahrinan hófst á svæðinu í fyrrinótt.

Síðustu 12 klukkustundirnar hafa um 60 skjálftar gengið yfir svæðið.

Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, héldu skjálftarnir áfram til um klukkan 4 í nótt en síðan þá hefur nokkuð dregið úr þeim.

Hún segir algengt að hrinur komi á þessu svæði og kveðst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála.

mbl.is