Allt kapp lagt á að bregðast við röskuninni

Sorphirða | 31. desember 2024

Allt kapp lagt á að bregðast við röskuninni

Allt kapp verður lagt á að bregðast við röskun á sorphirðu í Múlaþingi í upphafi nýs árs. Beðist er afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið. 

Allt kapp lagt á að bregðast við röskuninni

Sorphirða | 31. desember 2024

Mynd af ruslatunnum sem deilt var í færslu á jóladag …
Mynd af ruslatunnum sem deilt var í færslu á jóladag inn á Facebook-síðuna Íbúðar Fljótsdalshéraðs. Ljósmynd/Facebook

Allt kapp verður lagt á að bregðast við röskun á sorphirðu í Múlaþingi í upphafi nýs árs. Beðist er afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið. 

Allt kapp verður lagt á að bregðast við röskun á sorphirðu í Múlaþingi í upphafi nýs árs. Beðist er afsökunar á þeirri röskun sem hefur orðið. 

Svo segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, en í gær greindi mbl.is frá því að dæmi er um að sorp hafi ekki verið sótt síðan um miðjan nóvember í sveitarfélaginu. Mik­il umræða hef­ur skap­ast um mál­efnið í íbúa­hóp­um á sam­fé­lags­miðlum. 

Múlaþing birti í gær sorphirðudagatal fyrir árið 2025 fyrir Seyðisfjörð, Djúpavog og dreifbýli, Egilsstaði og Fellabæ og dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Gert er ráð fyrir nokkurra daga svigrúmi í upphafi árs til að bregðast við þeirri röskun sem hefur orðið á hirðu á ákveðnum stöðum.

Fjölmargar ábendingar og kvartanir hafa borist sveitarfélaginu vegna sorphirðu undanfarnar vikur og verður allt kapp lagt á að bregðast við í upphafi nýs árs.“

Þá segir að dagatölin séu til viðmiðunar því losunardagar geta breyst án fyrirvara til dæmis vegna veðurs. Almennt á sorphirðu þó ekki að skeika meira en 1 til 2 dögum. 

Samningsstöðvun í kjölfar kæru

Í tilkynningu sem  birtist á vef Múlaþings um miðjan desember sagði að sorp­hirðufyr­ir­tækið Kubb­ur hafi formlega tekið við meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu sem var áður í höndum Íslenska Gamafélagsins. 

Samningur við Kubb var undirritaður þann 6. desember til næstu fjögurra ára í kjölfar útboðs. Samningurinn var undirritaður rúmum mánuði seinna en gert var ráð fyrir í útboði vegna sjálfkrafa samningsstöðvunar í kjölfar kæru. 

Skammtímasamningar voru gerðir í millitíðinni og var vonast eftir því að sorphirða samkvæmt losunaráætlun héldist en það gekk ekki eftir. 

UHA Umhverfisþjónusta ehf. kærði ákvörðun Múlaþings og Fljótsdalshrepps um að hafna tilboði fyrirtækisins í útboði til úrgangsþjónustu í ágúst til kærunefndar útboðsmála. Öllum kröfum fyrirtækisins var hafnað af nefndinni 2. desember. 

 

mbl.is