„Alveg ævintýralega skemmtileg,“ segja rýnar Morgunblaðsins um Tjörnina eftir Rán Flygenring og útnefna hana bestu barnabók ársins í Dagmálum.
„Alveg ævintýralega skemmtileg,“ segja rýnar Morgunblaðsins um Tjörnina eftir Rán Flygenring og útnefna hana bestu barnabók ársins í Dagmálum.
„Alveg ævintýralega skemmtileg,“ segja rýnar Morgunblaðsins um Tjörnina eftir Rán Flygenring og útnefna hana bestu barnabók ársins í Dagmálum.
Bókin fjallar um börn sem finna uppþornaða tjörn í garðinum hjá sér og ákveða að hleypa aftur vatni í hana.
„Það fer líf að kvikna í kringum tjörnina. Alls konar skordýr og fuglar sækja í tjörnina en líka fólk og þá kemur upp togstreita,“ segir gagnrýnandinn Árni Matthíasson.
„Myndir og texti spila mjög skemmtilega saman segir hinn rýnirinn,“ Ragnheiður Birgisdóttir.
Þau nefna einnig bækurnar Fíasól í logandi vandræðum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn. Halldór Baldursson teiknaði myndirnar af Fíusól en Þórarinn Már Baldursson sá um myndirnar í bók nafna síns.
Áramótauppgjör má finna í Dagmálum en þar fara Árni og Ragnheiður yfir hápunkta ársins í bókmenntalífinu.