Barnabók ársins er ævintýralega skemmtileg

Bókaland | 31. desember 2024

Barnabók ársins er ævintýralega skemmtileg

„Alveg ævintýralega skemmtileg,“ segja rýnar Morgunblaðsins um Tjörnina eftir Rán Flygenring og útnefna hana bestu barnabók ársins í Dagmálum. 

Barnabók ársins er ævintýralega skemmtileg

Bókaland | 31. desember 2024

„Alveg ævintýralega skemmtileg,“ segja rýnar Morgunblaðsins um Tjörnina eftir Rán Flygenring og útnefna hana bestu barnabók ársins í Dagmálum. 

„Alveg ævintýralega skemmtileg,“ segja rýnar Morgunblaðsins um Tjörnina eftir Rán Flygenring og útnefna hana bestu barnabók ársins í Dagmálum. 

Bókin fjallar um börn sem finna uppþornaða tjörn í garðinum hjá sér og ákveða að hleypa aftur vatni í hana. 

„Það fer líf að kvikna í kringum tjörnina. Alls konar skordýr og fuglar sækja í tjörnina en líka fólk og þá kemur upp togstreita,“ segir gagnrýnandinn Árni Matthíasson.

„Myndir og texti spila mjög skemmtilega saman segir hinn rýnirinn,“ Ragnheiður Birgisdóttir. 

Rán Flygenring teiknar og skrifar um lífið sem hverfist um …
Rán Flygenring teiknar og skrifar um lífið sem hverfist um tjörnina í bakgarðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þau nefna einnig bækurnar Fíasól í logandi vandræðum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn. Halldór Baldursson teiknaði myndirnar af Fíusól en Þórarinn Már Baldursson sá um myndirnar í bók nafna síns. 

Áramótauppgjör má finna í Dagmálum en þar fara Árni og Ragnheiður yfir hápunkta ársins í bókmenntalífinu. 

mbl.is