„Það er alveg ískalt úti. Fólk er meira og minna að halda sig inni nema ef það þarf að gera eitthvað sérstakt,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, í samtali við mbl.is.
„Það er alveg ískalt úti. Fólk er meira og minna að halda sig inni nema ef það þarf að gera eitthvað sérstakt,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, í samtali við mbl.is.
„Það er alveg ískalt úti. Fólk er meira og minna að halda sig inni nema ef það þarf að gera eitthvað sérstakt,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, í samtali við mbl.is.
Fyrr í dag var greint frá því að það mældist 28 stiga frost í Svartárkoti. Í færslu veðurvefsins Bliku kemur fram að frostið sem mældist í dag hafi líklegast verið mesta frost sem mældist á landinu á árinu.
Aðspurð hvort hún eigi eitthvað ógert fyrir áramótin svarar Sigurlína því neitandi.
„Maður var búinn að sjá þetta í kortunum að það væri spáð köldu. Við settum bíla inn og maður passar að það sé búið að gera allt sem er búið að gera.“
Sigurlína segir að það séu öll dýr komin inn.
„Það er ofboðslega fallegt veður en mjög kalt,“ segir Sigurlína. Hún segir alveg kyrrt en að það sé sjaldgæft að það sé hvasst í svona miklu frosti.
„Þetta er fullkomið gluggaveður,“ bætir hún við.
„Maður er ekki lengur úti en maður þarf að vera. Það er svo kalt að anda.“
Hún segir alla glugga lokaða og að þegar hurðar séu opnaðar megi sjá kuldagufu.
„Snemma í morgun mældist frostið 28,6 stig í Svartárkoti í Bárðardal. Þetta er eftir því sem ég kemst næst mesta frost á landinu á árinu,“ segir í færslu Bliku.
Þar segir að það séu þokkalegar líkur á því að frostið verði enn meira einhvers staðar á þessum kuldakærum stöðum í innsveitum norðan- og austanlands næsta sólarhringinn.
„Síðast mældist meira en 30 stiga frost 6. des. 2013 þegar stöðin á Neslandatanga við Mývatn sýndi -31,0°C.“