Opnar upp á gátt í bestu skáldsögu ársins

Bókaland | 31. desember 2024

Opnar upp á gátt í bestu skáldsögu ársins

„Þetta er skáldsaga ársins, hvorki meira né minna,“ segja gagnrýnendur Morgunblaðsins um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur í Dagmálum. 

Opnar upp á gátt í bestu skáldsögu ársins

Bókaland | 31. desember 2024

„Þetta er skáldsaga ársins, hvorki meira né minna,“ segja gagnrýnendur Morgunblaðsins um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur í Dagmálum. 

„Þetta er skáldsaga ársins, hvorki meira né minna,“ segja gagnrýnendur Morgunblaðsins um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur í Dagmálum. 

„Maður veit ekki hvað er skáldað í þessu en maður upplifir að hún sé að berskjalda sig svo mikið að það er næstum óþægilegt að lesa,“ segir Árni Matthíasson um verkið en það er kynnt sem skáldævisaga. 

„Hún opnar alveg upp á gátt,“ segir Ragnheiður Birgisdóttir en nefnir að Guðrún Eva beri mikla virðingu fyrir eigin breyskleika og annarra. 

Þau eru sammála um að höfundurinn skrifi vel. „Þetta flæðir svo þægilega, en það þarf ákveðna snilld til þess að það sé hægt að láta þetta renna svona,“ segir Ragnheiður. 

Árni og Ragnheiður gerðu upp bókaárið í Dagmálum og sögðu frá 30 bókum sem þeim þykir vert að hampa. 

mbl.is