„Ekkert fallegt fæðist á teikniborðinu þegar maður hlustar ekki á líkamann“

Áramót | 1. janúar 2025

„Ekkert fallegt fæðist á teikniborðinu þegar maður hlustar ekki á líkamann“

Sigríður Margrét Ágústsdóttir, markaðsfræðingur og tískuunnandi, sér um framleiðslu markaðsefnis og samfélagsmiðla fyrir íslensk fyrirtæki. Hún hefur mikinn áhuga á hönnun og er með BA-gráðu í vörumerkjahönnun frá Copenhagen School of Design and Technology. Auk þess lauk hún meistaraprófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ekkert fallegt fæðist á teikniborðinu þegar maður hlustar ekki á líkamann“

Áramót | 1. janúar 2025

Sigríður Margrét er mikill tískuunnandi og er ávallt smekkleg til …
Sigríður Margrét er mikill tískuunnandi og er ávallt smekkleg til fara.

Sigríður Margrét Ágústsdóttir, markaðsfræðingur og tískuunnandi, sér um framleiðslu markaðsefnis og samfélagsmiðla fyrir íslensk fyrirtæki. Hún hefur mikinn áhuga á hönnun og er með BA-gráðu í vörumerkjahönnun frá Copenhagen School of Design and Technology. Auk þess lauk hún meistaraprófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigríður Margrét Ágústsdóttir, markaðsfræðingur og tískuunnandi, sér um framleiðslu markaðsefnis og samfélagsmiðla fyrir íslensk fyrirtæki. Hún hefur mikinn áhuga á hönnun og er með BA-gráðu í vörumerkjahönnun frá Copenhagen School of Design and Technology. Auk þess lauk hún meistaraprófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hún segir mikilvægt að láta kvíðann ekki stjórna ferðinni.

„Ég áttaði mig á mikilvægi þess að stíga út fyrir þægindarammann, prófa eitthvað nýtt og láta ekki kvíðann stjórna ferðinni. Lærði einnig mikilvægi þess að hlúa að sjálfri mér, setja mörk og ráðstafa orkunni skynsamlega,“ svarar Sigríður þegar hún er spurð að því hvað hún hafi lært á árinu. 

„Það þarf að hlaða batteríin reglulega, það er lykilatriði. Ekkert fallegt fæðist á teikniborðinu þegar maður hlustar ekki á líkamann.“

Hvernig leggst nýja árið í þig?

„Mjög vel og það er margt spennandi í vændum. Ég hef lært að það skiptir mig miklu máli, sérstaklega í þessu skammdegi, að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt framundan, hvort sem það er að skipuleggja hitting með vinkonum, fara upp í bústað með fjölskyldunni eða eitthvað sambærilegt.“

mbl.is