Veðurstofu Íslands hefur borist nokkrar tilkynningar um ísstíflur í ám. Helstu ísstíflur sem Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um eru í Hvítá og Ölfusá.
Veðurstofu Íslands hefur borist nokkrar tilkynningar um ísstíflur í ám. Helstu ísstíflur sem Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um eru í Hvítá og Ölfusá.
Veðurstofu Íslands hefur borist nokkrar tilkynningar um ísstíflur í ám. Helstu ísstíflur sem Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um eru í Hvítá og Ölfusá.
Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„Það er mjög eðlilegt á þessum árstíma og í þessari kuldatíð að ísstíflur myndist í ám. Það þýðir bara að það byggist upp svæði í ám þar sem það er minna rennsli og þar af leiðandi hærra vatnsyfirborð og ef það fer hærra heldur en árfarvegurinn þá getur orðið krapaflóð,“ segir Jóhanna.
Veðurstofunni barst ein tilkynning um krapaflóð við Goðafoss í gær en Jóhanna segir að engin hætta sé þar á ferð og að Veðurstofunni hafi ekki borist fleiri tilkynningar um krapaflóð á svæðinu síðan.
Hún segir að það sé spáð miklum kulda næstu daga og því mikilvægt að fólk sýni aðgát við árfarvegi.