„Þá erum við að eyðileggja drauminn hans Arons“

Dagmál | 1. janúar 2025

„Þá erum við að eyðileggja drauminn hans Arons“

„Það skipti rosalega miklu máli fyrir FH að fá hann inn en hann missti til að mynda af stærstum hluta undanúrslitaeinvígisins við ÍBV vegna meiðsla,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþrótta­blaðamaður á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í íþrótta­upp­gjöri Dag­mála þegar rætt var um Aron Pálmarsson og Íslandsmeistara FH.

„Þá erum við að eyðileggja drauminn hans Arons“

Dagmál | 1. janúar 2025

„Það skipti rosalega miklu máli fyrir FH að fá hann inn en hann missti til að mynda af stærstum hluta undanúrslitaeinvígisins við ÍBV vegna meiðsla,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþrótta­blaðamaður á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í íþrótta­upp­gjöri Dag­mála þegar rætt var um Aron Pálmarsson og Íslandsmeistara FH.

„Það skipti rosalega miklu máli fyrir FH að fá hann inn en hann missti til að mynda af stærstum hluta undanúrslitaeinvígisins við ÍBV vegna meiðsla,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþrótta­blaðamaður á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í íþrótta­upp­gjöri Dag­mála þegar rætt var um Aron Pálmarsson og Íslandsmeistara FH.

Aron, sem er 34 ára gamall, snéri heim úr atvinnumennsku síðasta sumar og samdi við uppeldisfélag sitt FH en hann leiddi liðið til Íslandsmeistaratitilsins í fyrsta sinn síðan árið 2011.

Snérist allt um Aron

„Við getum ekki tekið neitt af öðrum leikmönnum FH,“ sagði Aron Elvar.

„Ég man eftir því þegar Aron meiðist og þá snérist allt um það hvort hann yrði með eða ekki,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV.

„Þú ert með Aron Pálmarsson eins og hann var á hliðarlínunni. Ef við töpum þá erum við að eyðileggja drauminn hans Arons, leikmenn FH hljóta að hafa verið með þetta á bakvið eyrað,“ sagði Bjarni Helgason, umsjónarmaður þáttarins.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Íslandsmeistarinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson.
Íslandsmeistarinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is