Auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi í lok janúar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. janúar 2025

Auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi í lok janúar

Nýjustu gögn benda til þess að auknar líkur séu á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi við Sundhnúkagíga í lok janúar, en hraði á kvikuinnflæði undir Svartsengi er svipaður og fyrir síðasta eldgos.

Auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi í lok janúar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 2. janúar 2025

Hraði á kvikuinnflæði undir Svartsengi er svipaður og fyrir síðasta …
Hraði á kvikuinnflæði undir Svartsengi er svipaður og fyrir síðasta eldgos. mbl.is/Hákon

Nýjustu gögn benda til þess að auknar líkur séu á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi við Sundhnúkagíga í lok janúar, en hraði á kvikuinnflæði undir Svartsengi er svipaður og fyrir síðasta eldgos.

Nýjustu gögn benda til þess að auknar líkur séu á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi við Sundhnúkagíga í lok janúar, en hraði á kvikuinnflæði undir Svartsengi er svipaður og fyrir síðasta eldgos.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að aflögunargögn fram til 30. desember 2024 sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

„Líkur eru taldar aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýna að þetta magn er á bilinu 12-15 milljónir rúmmetra,“ segir í tilkynningunni.

Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært.
Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært. Kort/Veðurstofa Íslands

Fram kemur að ef kvikusöfnun haldi áfram með svipuðum hraða og undanfarið megi gera ráð fyrir því að rúmmál kviku undir Svartsengi nái 12 milljónum rúmmetra í lok janúar, en í fyrstu vikunni í febrúar verði það orðið 13,5 milljónir rúmmetra.

Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og gildir að öllu óbreyttu til 14. janúar 2025. Helsta breytingin er á svæði 6 þar sem heildarhætta er nú metin nokkur (gul) en var áður metin töluverð (appelsínugul). Heildarhætta á svæði 6 er nú metin minni vegna þess að hætta á hraunflæði á svæðinu hefur lækkað.

mbl.is