Fimmtán ára fangelsi fyrir að aðstoða Rússa

Úkraína | 2. janúar 2025

Fimmtán ára fangelsi fyrir að aðstoða Rússa

Dómstóll í Úkraínu hefur dæmt mann í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa miðlað upplýsingum sem talið er að hafi hjálpað Rússum við flugskeytaárásir á Úkraínu.

Fimmtán ára fangelsi fyrir að aðstoða Rússa

Úkraína | 2. janúar 2025

Myndin sýnir viðbragðsaðila í Úkraínu bregðast við loftárás frá Rússlandi …
Myndin sýnir viðbragðsaðila í Úkraínu bregðast við loftárás frá Rússlandi á íbúðarhúsnæði í Kyiv. AFP/Neyðarþjónusta Úkraínska ríkisins

Dómstóll í Úkraínu hefur dæmt mann í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa miðlað upplýsingum sem talið er að hafi hjálpað Rússum við flugskeytaárásir á Úkraínu.

Dómstóll í Úkraínu hefur dæmt mann í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa miðlað upplýsingum sem talið er að hafi hjálpað Rússum við flugskeytaárásir á Úkraínu.

Yfirvöld segja manninn hafa reynt að koma hnitum vöruhúsa með eldsneyti og olíu til Rússa í þeim tilgangi að aðstoða við að miða loftárásum þangað.

Þá er hann sagður hafa falið sig á heimili sínu í tvö ár til að komast hjá því að ganga í herinn. Hann hafi þá boðist til að vinna með rússneskum aðilum eftir að haft var samband við hann á netmiðlum.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa lofað og réttlætt innrás Rússlands í streymi á netmiðlum, þar sem hann meðal annars kveikti í úkraínska fánanum.

Afstýrðu loftárásum

Úkraínsk yfirvöld segja handtöku hans hafa komið í veg fyrir röð loftárása á mikilvæga innviði.

Maðurinn var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir tilraun til landráðs og fyrir að réttlæta innrás Rússlands í Úkraínu.

Yfirvöld hafa nú hafið þúsundir rannsókna á Úkraínumönnum sem grunaðir eru um samstarf við rússneska herinn síðan innrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022.

Myndin sýnir viðbragðsaðila aðstoða íbúa eftir loftárás á íbúðarhúsnæði í …
Myndin sýnir viðbragðsaðila aðstoða íbúa eftir loftárás á íbúðarhúsnæði í Kyiv. AFP/Neyðarþjónusta Úkraínska ríkisins
mbl.is