Svaraði Henrik Larsson: „Þú ert að gera mistök“

Dagmál | 2. janúar 2025

Svaraði Henrik Larsson: „Þú ert að gera mistök“

„Ég fór á fund með honum og hann tilkynnir mér það að ég megi fara,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

Svaraði Henrik Larsson: „Þú ert að gera mistök“

Dagmál | 2. janúar 2025

„Ég fór á fund með honum og hann tilkynnir mér það að ég megi fara,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

„Ég fór á fund með honum og hann tilkynnir mér það að ég megi fara,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.

Reyndu að pirra mig

Sænska goðsögnin Henrik Larsson tók við stjórnartaumunum hjá Helsingborg þegar Arnór var á sínu öðru tímabili hjá félaginu í Svíþjóð.

„Hann tjáði mér það að ef ég ætlaði að vera áfram þá væri ég ekki að fara að spila með liðinu,“ sagði Arnór.

„Það var ákveðinn lágpunktur, hjá nýjum þjálfara sem þekkti mig ekki. Ég tilkynnti honum það, á þessum fundi, að hann væri að gera mistök og að ég væri ekki maðurinn sem hann ætti að vera að losa sig við á þessum tímapunkti.

Þeir reyndu ýmislegt á undirbúningstímabilinu til þess að pirra mig en þetta beit ekki á mig. Ég sinnti minni vinnu með jákvæðu hugarfari og ég ætlaði mér að sýna honum að hann væri að gera mistök, það ýtti mér áfram,“ sagði Arnór meðal annars.

Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnór Smárason og Henrik Larsson.
Arnór Smárason og Henrik Larsson. AFP/Karim Jaafar/Björn Lindgren
mbl.is