Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar segir ekki til staðar svigrúm til stórfelldrar hækkunar á veiðigjaldi og vísar til þess að nú um áramótin hækkaði kolefnisgjald mikið. Hann segir jafnfram ljóst að grípa verði til verulegrar hagræðingar ef strandveiðum eigi að vera tryggðar auknar veiðiheimildir með því að ganga á kvóta útgerða landsins.
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar segir ekki til staðar svigrúm til stórfelldrar hækkunar á veiðigjaldi og vísar til þess að nú um áramótin hækkaði kolefnisgjald mikið. Hann segir jafnfram ljóst að grípa verði til verulegrar hagræðingar ef strandveiðum eigi að vera tryggðar auknar veiðiheimildir með því að ganga á kvóta útgerða landsins.
Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar segir ekki til staðar svigrúm til stórfelldrar hækkunar á veiðigjaldi og vísar til þess að nú um áramótin hækkaði kolefnisgjald mikið. Hann segir jafnfram ljóst að grípa verði til verulegrar hagræðingar ef strandveiðum eigi að vera tryggðar auknar veiðiheimildir með því að ganga á kvóta útgerða landsins.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áramótakveðju forstjórans sem birt hefur verið á vef Síldarvinnslunnar.
„Ný ríkisstjórn tók við fyrir jól og óska ég henni velfarnaðar í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á málefni sjávarútvegsins og meðal annars fjallað um réttlát auðlindagjöld. Ég held að enginn sé því ósammála og hefur sjávarútvegurinn ekki hafnað réttlátum auðlindagjöldum,“ segir Gunnþór.
„Þegar rætt er um réttlát auðlindagjöld þarf hins vegar að hafa í huga hvernig staðan er í dag bæði hér á landi og hjá samkeppnisaðilum okkar erlendis. Það liggur fyrir að kolefnisgjöld, sem ekki eru til staðar í sumum samkeppnislöndum okkar í sjávarútvegi, eru að hækka mikið um áramótin. Orkukostnaður hefur sömuleiðis rokið upp á árinu og umhverfisvæn raforka er af skornum skammti. Þá liggur fyrir að veiðigjöld á uppsjávarfisk munu margfaldast um áramótin. Þannig að svigrúm til tvöföldunar á veiðigjöldum, eða stórfelldra hækkana á þeim, er ekki til staðar í núverandi umhverfi.“
Þá víkur Gunnþór máli sínu að strandveiðum og fyrirætlanir nýrrar ríkisstjórnarinnar um að festa í sessi 48 veiðidaga fyrir alla strandveiðibáta.
„Tilfærsla á aflaheimildum hefur verið nefnd í því samhengi. Verði um frekari tilflutning að ræða úr aflamarkskerfinu yfir í strandveiðina þýðir það einfaldlega að fyrirtækin verða að bregðast við með hagræðingu. Það getur falið í sér samþjöppun vinnslu og fækkun skipa og þar af leiðandi gæti sjómönnum, sem hafa atvinnu af veiðum, fækkað.“
Strandveiðisjómenn hafa fagnað áformum ríkisstjórnarinnar en fátt er í hendi með hvernig hún hyggst standa við hin fögru fyrirheit. Hefur verið bent á að það þurfi að tvöfalda aflaheimildir strandveiða í þorski í um 20 þúsund tonn til að tryggja öllum bátum umrædda veiðidaga.
„Íslendingar tóku upp kvótakerfi og stýringu á veiðum því sjávarútvegurinn sem atvinnugrein var kominn í öngstræti sökum ofveiði og óhagkvæms rekstrar. Óheftar ólympískar strandveiðar, án stýringar á magni eða fjölda, eru síst til þess fallnar að auka verðmæti eða hag þjóðarinnar,“ segir Gunnþór.
Bendir hann á reynslu Norðmanna af því að hráefnisverð „lækkar á ákveðnum tímum ársins þegar smábátar keppast um að veiða óheft á ákveðnum tíma. Þess vegna á ég erfitt með að trúa að matvælaráðherra ætli að auka aflaheimildir umfram vísindalega ráðgjöf sem hefur verið hornsteinn íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Í dag byggja gildandi aflaregla og vottanir á þeirri stýringu.“
Gunnþór segir almannahagsmuni að umgjörð atvinnulífsins sé fyrirsjáanleg og styðji samkeppnishæfni útflutningsgreina. „Þannig mun okkur lánast að halda áfram á braut aukinnar verðmætasköpunar og byggja betur undir áframhaldandi lífskjarasókn þjóðarinnar.“