Jakob Birgisson uppistandari hefur söðlað um og gerst opinber starfsmaður. Það gekk þó ekki betur í dag en svo að Stefán Einar, stjórnandi Spursmála sprakk úr hlátri og gekk út úr eigin þætti.
Jakob Birgisson uppistandari hefur söðlað um og gerst opinber starfsmaður. Það gekk þó ekki betur í dag en svo að Stefán Einar, stjórnandi Spursmála sprakk úr hlátri og gekk út úr eigin þætti.
Jakob Birgisson uppistandari hefur söðlað um og gerst opinber starfsmaður. Það gekk þó ekki betur í dag en svo að Stefán Einar, stjórnandi Spursmála sprakk úr hlátri og gekk út úr eigin þætti.
Fyrr í vikunni var tilkynnt um að Jakob hefði ráðið sig sem aðstoðarmann Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, nýs dómsmálaráðherra.
Þegar hann ræddi pólitíkina og sló á létta strengi sló það stjórnanda þáttarins út af laginu og þurfti hann að stíga út úr upptökuverinu í nokkra stund áður en hann mætti aftur til leiks.
Eina til tvær tilraunir þurfti til að koma þættinum á sporið að nýju. Teymið að baki Spursmálum ákvað að senda þáttinn út með uppákomunni og má sjá uppákomuna hér að ofan.
Viðtalið var að öðru marki athyglisvert og upplýsandi. Þar ræða þeir Jakob og Stefán Einar, ásamt Mörtu Maríu Winkel Jónasdóttur meðal annars um ný áramótaávörp Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra.
Viðtalið má í heild sinni sjá hér að neðan: