„Samningurinn í Rússlandi er líklega sá besti,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
„Samningurinn í Rússlandi er líklega sá besti,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
„Samningurinn í Rússlandi er líklega sá besti,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.
Arnór lék með Torpedo Moskvu árið 2015 og fékk vel borgað í Rússlandi.
„Ég náði alltaf að toppa á réttum tíma og oftar en ekki var ég frekar heitur þegar ég var að skrifa undir nýja samninga,“ sagði Arnór.
„Ég er ágætlega stæður í dag og hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég er ekki mikið í glamúrnum eða að sýna mig. Ég er frekar nægjusamur og hef reynt að setja mína peninga á þá staði sem eru skynsamlegir,“ sagði Arnór.
Þú keyptir þér ekkert Rolex-úr þegar þú skrifaðir undir fyrsta atvinnumannasamninginn?
„Ekki eftir fyrsta atvinnumannasamninginn nei en ég gerði það þegar ég var búinn að vera í Rússlandi í nokkra mánuði, ég viðurkenni það,“ sagði Arnór og skellti upp úr.
Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.