Jörð hefur haldið áfram að skjálfa við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu síðustu tvær vikur og jarðskjálftar verið daglegt brauð. Í gær riðu yfir tæplega 20 skjálftar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítárdal og varði hann í um 40 mínútur.
Jörð hefur haldið áfram að skjálfa við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu síðustu tvær vikur og jarðskjálftar verið daglegt brauð. Í gær riðu yfir tæplega 20 skjálftar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítárdal og varði hann í um 40 mínútur.
Jörð hefur haldið áfram að skjálfa við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu síðustu tvær vikur og jarðskjálftar verið daglegt brauð. Í gær riðu yfir tæplega 20 skjálftar á svæðinu og voru þeir stærstu 2 að stærð. Í eitt skipti kom óróapúls fram á skjálftamæli í Hítárdal og varði hann í um 40 mínútur.
Á vef Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er bent á að slíkur óróapúls (eða óróahviða) sé talin skýrt merki um að kvika sé að koma sér fyrir í jarðskorpunni á töluverðu dýpi.
Skjálftarnir sem voru um svipað leyti og óróapúlsinn mældist og voru báðir um 2 að stærð, voru á 21 og 16 km dýpi. Bent er á að álíka órói hafi komið fram í nokkur skipti í desember, en að hann hafi þá aldrei varað lengur en í um 15 mínútur.
Mbl.is ræddi við Ingibjörgu Andreu Bergþórsdóttur, náttúrvársérfræðing á Veðurstofu Íslands, í gær. Sagði hún þá að skjálftar hefðu meira og minna verið á þessu svæði á hverjum degi síðustu tvær vikurnar.
„Skjálftavirkni hefur farið vaxandi síðan í ágúst og það byrjuðu að vera skjálftar þarna síðan 2021. Síðasta sólarhring er engin breyting en þetta er bara staður sem við erum búin að bæta við vöktun, erum að skoða nánar og fylgjumst með virkninni,“ sagði Ingibjörg.
Hún nefnir að í desember hafi Veðurstofan gefið út tilkynningu vegna jarðskjálftavirkninnar í Ljósufjallakerfinu og segir ekkert hafa breyst síðan þá.
Ekki er hægt að staðfesta hvað veldur virkninni en helst kemur tvennt til greina, innflekavirkni eða kvikusöfnun á miklu dýpi.
Þann 18. desember mældist stærsti skjálftinn frá því að virknin hófst vorið 2021, en það var skjálfti af stærð 3,2.