Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann sinn.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann sinn.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann sinn.
Stefanía útskrifaðist með BA-gráðu í listrænni viðburðastjórnun árið 2011 frá Rose Bruford College í Lundúnum. Þar var hún fyrst erlendra nema í skólanum kosin forseti stúdentaráðs skólans, að því er segir í tilkynningu.
Stefanía hefur starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar en starfaði áður sem verkefnastjóri viðburða á markaðssviði Háskólans í Reykjavík.
Hún hefur einnig unnið við viðburðastjórnun, markaðsmál og ferðaþjónustu. Hún var jafnframt í kosningastjórn Viðreisnar í nýliðnum kosningum og í kosningastjórn Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta Íslands. Stefanía hefur þegar tekið til starfa.