Taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem fékk 10 í einkunn

Uppskriftir | 3. janúar 2025

Taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem fékk 10 í einkunn

Mörgum finnst kærkomið að fá léttari rétti á nýju ári eftir allar kræsingarnar. Andrea Gunnarsdóttir matarbloggari sem heldur úti sinni eigin uppskriftasíðu prófaði þennan rétt á dögunum en hún fann uppskriftina á Pinterest.

Taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem fékk 10 í einkunn

Uppskriftir | 3. janúar 2025

Girnilegur taílenskur hnetukjúklingaréttur borinn fram með hrísgrjónum.
Girnilegur taílenskur hnetukjúklingaréttur borinn fram með hrísgrjónum. Ljósmynd/Andrea Gunnars

Mörgum finnst kærkomið að fá léttari rétti á nýju ári eftir allar kræsingarnar. Andrea Gunnarsdóttir matarbloggari sem heldur úti sinni eigin uppskriftasíðu prófaði þennan rétt á dögunum en hún fann uppskriftina á Pinterest.

Mörgum finnst kærkomið að fá léttari rétti á nýju ári eftir allar kræsingarnar. Andrea Gunnarsdóttir matarbloggari sem heldur úti sinni eigin uppskriftasíðu prófaði þennan rétt á dögunum en hún fann uppskriftina á Pinterest.

Þetta er tælenskur kasjúhnetukjúklingaréttur sem hún segir vera alveg brjálæðislega góðan og heimilisfaðirinn hafi gefið réttinum 10 í einkunn. Nú er bara að prófa og sjá hvort þessi slái ekki í gegn.

Taílenskur kasjúhnetukjúklingaréttur

  • 500 g kjúklingabringur, skornar í munnbita
  • ½ tsk. salt
  • 2 msk. sojasósa
  • 3 msk. kornsterkja
  • 2 sóló hvítlaukar, fínhakkaðir
  • ½ msk. engiferduft
  • 1-2 stk. ferskir rauðir chili, skornir í sneiðar
  • 6 stk. þurrkaður kínverskur chili pipar, skorinn í tvennt (fæst í asískum búðum)
  • Hýði af hálfri sítrónu
  • 1 búnt vorlaukur, hvíti og ljósgræni parturinn skornir í 1 cm bita og græni parturinn í 2 cm
  • 1 laukur, skorinn í þykkar sneiðar
  • 3 msk. bragðdauf olía
  • ¾ bolli ristaðar og saltaðar kasjúhnetur

Sósan

  • 1 msk. kornsterkja
  • 1 ½ msk. ostrusósa
  • 2 tsk. dökk sojasósa (fæst í asískum búðum)
  • 1 msk. fiskisósa
  • 1 msk. eplaedik
  • 3 msk. púðursykur
  • 1 bolli kjúklingasoð

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingabringurnar (skornar í munnbita), 3 msk. kornsterkju, ½ tsk. salt og 2 msk. sojasósu saman í skál og blandið öllu vel saman.
  2. Látið standa í 15 mínútur.
  3. Á meðan kjúklingurinn marínerast er annað undirbúið.
  4. Blandið öllum sósuhráefnunum saman í lítilli skál og setjið til hliðar.
  5. Setjið hvítlauk, ferskan chili pipar, þurrkaðan chili pipar, engiferduft, hvíta og ljósgræna partinn af vorlauknum, börk af hálfri sítrónu og lauk saman í skál og setjið til hliðar.
  6. Setjið dökkgræna partinn af vorlauknum og kasjúhnetur saman í skál og setjið til hliðar.
  7. Hitið 3 msk. af olíu á rúmgóðri pönnu.
  8. Þegar olían er orðin mjög heit er kjúklingurinn settur á pönnuna og steiktur þar til hann er eldaður í gegn og kominn með fallega steikingarhúð.
  9. Takið af pönnunni og setjið til hliðar.
  10. Bætið smá meiri olíu á pönnuna ef ykkur finnst þurfa og steikið allt grænmetið saman á pönnunni í nokkrar mínútur.
  11.  
  12. Bætið næst kjúklingnum og sósunni á pönnuna og blandið öllu mjög vel saman.
  13. Lækkið hitann á lágan og látið þetta malla í 5 mínútur eða þar til öll edikslykt er horfin.
  14. Slökkvið undir pönnunni og setjið dökkgræna partinn af vorlauknum og kasjúhneturnar á pönnuna og blandið þessu öllu mjög vel saman.
  15. Berið réttinn strax fram með hrísgrjónum og sojasósu.
mbl.is