Alþjóðaflug til Damaskus hefst aftur í næstu viku

Sýrland | 4. janúar 2025

Alþjóðaflug til Damaskus hefst aftur í næstu viku

Alþjóðaflug mun aftur hefjast á flugvellinum í Damaskus í Sýrlandi á þriðjudag. Engar farþegavélar hafa lent í höfuðborginni síðan Bashar al-Assad var steypt af stóli. 

Alþjóðaflug til Damaskus hefst aftur í næstu viku

Sýrland | 4. janúar 2025

Frá flugvellinum í Damaskus.
Frá flugvellinum í Damaskus. AFP

Alþjóðaflug mun aftur hefjast á flugvellinum í Damaskus í Sýrlandi á þriðjudag. Engar farþegavélar hafa lent í höfuðborginni síðan Bashar al-Assad var steypt af stóli. 

Alþjóðaflug mun aftur hefjast á flugvellinum í Damaskus í Sýrlandi á þriðjudag. Engar farþegavélar hafa lent í höfuðborginni síðan Bashar al-Assad var steypt af stóli. 

„Við fullvissum arabísk og alþjóðleg flugfélög um að við höfum þegar hafið endurbyggingu á flugvöllunum í Aleppo og Damaskus með hjálp samstarfsaðila okkar svo að við getum tekið á móti flugvélum frá öllum heimshornum,“ sagði Ashhad al-Salibi, flugmálastjóri Sýrlendinga, við ríkismiðilinn SANA. 

Flugvélar með mannúðaraðstoð og erlendar sendinefndir hafa þegar lent í Sýrlandi. Þá hefur innanlandsflug þegar hafist. 

Flugvélar með mannúðaraðstoð og erlendar sendinefndir hafa þegar lent í …
Flugvélar með mannúðaraðstoð og erlendar sendinefndir hafa þegar lent í Sýrlandi. AFP

Syrian Airlines mun hefja áætlunarflug á milli Damaskus og Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á þriðjudag. 

Sama dag mun Qatar Airways einnig hefja áætlunarflug til höfuðborgarinnar þrisvar sinnum í viku. Það er í fyrsta sinn í 13 ár sem flugfélagið flýgur til Sýrlands. 

AFP-fréttaveitan hafði það eftir katörskum embættismanni í desember að stjórnvöld þar í landi hafi boðist til þess að aðstoða ný sýrlensk stjórnvöld við að koma flugvellinum í Damaskus aftur á laggirnar.   

mbl.is