Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar sem fóru líklegast ekki framhjá neinum. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig.
Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar sem fóru líklegast ekki framhjá neinum. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig.
Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar sem fóru líklegast ekki framhjá neinum. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig.
Tískupistla og aðrar hugleiðingar um tískustrauma í samfélaginu gátu svo margir tengt við.
Ein vinsælasta flík íslenskra kvenna síðustu árin hefur sennilega verið „ofurkonujakkinn“ góði, Logo Blazer frá Polo Ralph Lauren. Upphaflega var hann hvað vinsælastur á meðal kvenna úr atvinnulífinu og fékk þess vegna þetta nafn.
Vinsældir hans eru auðskiljanlegar. Hann er flottur, fæstir deila um það, passar við margt í fataskápnum og er vönduð flík frá þekktu fatamerki. Uppteknustu konur landsins eru því fljótar að koma sér út á morgnanna, jakkinn er orðinn besti vinurinn og mest notaða flíkin. Í honum er hægt að mæta fínn á fund en líka í kokteilboð eftir vinnu, ekkert vesen.
Dragtarjakkar fást í flestum fataverslunum landsins og ætli flestar konur eigi ekki einn svartan inn í skáp. Blaðamaður situr í einum núna við skrifborðið en það vantar reyndar lógó-ið. Umræddur jakki hefur verið mjög áberandi. Af hverju hefur hann verið svona vinsæll? Er það merkið á vinstra brjóstinu sem er orðið einhverskonar stöðutákn á meðal íslenskra kvenna?
Halla Tómasdóttir var kjörinn sjöundi forseti Íslands í sumar. Klæðaburður Höllu vakti athygli í kosningabaráttunni - ekki síst vegna vegna litlu silkiklútanna sem hún skartaði oft og tíðum á meðan á baráttunni stóð. Upphaflega setti hún á sig klút vegna kvefs sem hún var að glíma við.
Halla klæddist ljósri dragt á laugardaginn var. Innan undir dragtinni var hún í ljósbrúnum silkitopp. Bæði toppurinn og dragtin voru keypt í versluninni Hjá Hrafnhildi. Dragtin er frá þýska tískumerkinu Marc Cain sem seldi upphaflega peysur í miklum móð en færði sig svo yfir í breiðari kvenfatalínu.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur í haust.
Klæðaburður Björns vakti athygli fyrir að vera aðeins of látlaus. Hann klæddist dökkbláum jakkafötum, ljósblárri skyrtu og dökkbrúnum skóm þegar Friðrik 10. Danakonungur og María drottning tóku á móti íslensku forsetahjónunum.
Hvernig er það með reglur um klæðaburð þegar þú hittir þjóðhöfðingja? Er ekki gerð krafa um svarta skó hjá karlmönnum?
„Það fer eftir því hvað er í gangi. Ef þú ert til dæmis í smóking eða kjólfötum, þá ferðu í lakkskó. En það fer í rauninni eftir því hvað tilefnið er og hvað þú ert að fara að gera,“ segir Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni.
„Þetta er „prótokol“ sem fer eftir því hvað er á dagskránni. Ef þetta er opinber fundur eða fundur með þjóðhöfðingjum þá eru allir í svörtum skóm. Maður sér yfirleitt að menn eru í svörtum skóm.
En það eru ekki gerðar neinar athugasemdir um þann sem er í dökkbláum fötum við brúna skó, það er voða stílhreint. Maður hugsar bara, hvað myndi James Bond gera?“
Færi hann ekki í hvíta skyrtu og svarta skó?
Söngkonan og einn mesti töffari Íslands, Ragnhildur Gísladóttir, var í miklu fjöri á Menningarnótt og söng á nokkrum stöðum um borgina. Til dæmis í Hörpu. Fötin hennar vöktu mikla athygli sem oft áður en hún var klædd í víðar gallabuxur, hvíta skyrtu og með silkiklút um hálsinn.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands var glæsileg í galakvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll. Hún var í kjól sem hannaður var af breska fatahönnuðinum Jenny Packham. Kjóllinn er gylltur að lit, alsettur kristöllum og pallíettuskreyttur.
Hálsmálið á kjólnum er hringlaga en ermarnar eru svolítið eins og slá sem nær út á axlirnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hönnun Jenny Packham ratar í fínar veislur því stórstjörnur á borð við Kate Winslet, Emily Blunt og Sarah Jessica Parker hafa allar sést í kjólum hönnuðarins. Hönnun hennar hefur líka sést á hvíta tjaldinu í James Bond-kvikmyndinni Die Another Day og Casino Royale.
Kjóllinn sem Halla klæddist kostar 4.753 dali ef hann er pantaður á netinu. Ef það er reiknað út á gengi dagsins þá væri hægt að fá kjólinn fyrir 642.000 krónur.
Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum snemma í janúar á síðasta ári. Þangað mættu skærustu stjörnur heims í sínu allra fínasta pússi og gengu rauða dregilinn.
Meðal þeirra var engin önnur en tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sem hefur farið sigurför um heiminn síðastliðið ár. Hún var glæsileg á rauða dreglinum í kjól frá Rodarte og með skart frá Cartier.
Bandaríska fyrirsætan Emily Ratajkowski vakti mikla athygli í gegnsæjum kjól frá Atelier Versace á Met Gala-viðburðinum. Viðburðurinn var haldinn á Metropolitan-safninu í New York-borg.
Allra augu voru á Ratajkowski þegar hún birtist á myntugræna dregilinum en fyrirsætan klæddist engu undir kjólnum. Það kom vel í ljós þegar hún stillti sér upp fyrir framan ljósmyndara.
Ratajkowski er ófeimin að sýna líkama sinn og birtir reglulega myndir af sér fáklæddri á Instagram-síðu sinni.
Glæsilegur hárblástur Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var áberandi í umræðunni eftir umdeild ummæli Ásgeirs Bolla Ásgeirssonar, sem jafnan er kenndur við verslunina 17, um ungar konur.
Ásgeir vill bjóða fram viðbótarlista fyrir Sjálfstæðisflokkinn undir merkjum DD-lista. Í viðtali á Vísi sagði Ásgeir: „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu.“
Áslaug Arna svaraði ummælunum í færslu á Facebook þar sem hún skrifaði: „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur.“
Í kjölfarið birti hún myndband af sér þar sem hún var að blása á sér hárið, en til þess notaði hún hinn fræga Dyson-hárblásara sem hefur slegið rækilega í gegn um allan heim. Hann þykir mikil bylting í hármótunarbransanum þar sem hann bæði þurrkar og stíliserar hárið á sama tíma.
„Þingsetningardagar undanfarinna ára í lífsins ólgusjó sem er gott að minna sig á að býður upp á alls konar útgáfur af tilveru. En reyndar alltaf sami kjóllinn,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur hefur klæðst sama kjólnum síðustu fjögur ár á þingsetningunni. Kjóllinn er frá merkinu ME+EM. Þó hún hafi mætt á sama stað þessi ár, í sama kjólnum þá var lífið heima við krefjandi og fjölbreyttara.
„2024 með sérlega hressan lítinn gaur. 2023 með fimm mánaða snáða. 2022 með laumufarþega komin sjö vikur á leið. 2021 í miðri tæknifrjóvgunarmeðferð sem tókst ekki.“
Ég sótti viðburð í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þar var fólk á öllum aldri en mun fleiri af yngri kynslóðinni. Þetta voru listamenn, tónlistarmenn og hönnuðir og langflestir áttu það sameiginlegt að vera í sama sniði af buxum; mjög síðum og afskaplega víðum.
Síðar sama kvöld var ég stödd í einni af fínni mathöllum bæjarins þar sem langflestir gestirnir voru karlar á miðjum aldri. Þó að ég hafi það ekki staðfest þá gat ég samt séð af klæðaburðinum að þeir voru minna listrænir og meira fyrir leik að reikningsdæmum. Á meðal þeirra var líka eitt ríkjandi buxnasnið og það var mun þrengra.
Kynslóðabil í klæðnaði er eðlilegt en þarna eru miklar öfgar. Víðar og mjög síðar buxur áttu heima á viðburðinum en þessar þröngu í mathöllinni.
Það eru í kringum fimmtán ár síðan þröngar buxur urðu hluti af fataskáp flestra og þá allra kynja. Konur voru aðeins á undan sem oftar en þetta hélst þó í hendur. Áhrifin má rekja til tískuáhrifavalda þess tíma eins og fyrirsætunnar Kate Moss og tónlistarmannsins Petes Dohertys. Þá var fatastíll fólks rokkaður með bóhem-ívafi.