Klæðnaður fólks í sviðsljósinu vakti mikið umtal

Fatastíllinn | 4. janúar 2025

Klæðnaður fólks í sviðsljósinu vakti mikið umtal

Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar sem fóru líklegast ekki framhjá neinum. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig. 

Klæðnaður fólks í sviðsljósinu vakti mikið umtal

Fatastíllinn | 4. janúar 2025

Laufey Lín Jónsdóttir, Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og ofurkonujakkinn frægi.
Laufey Lín Jónsdóttir, Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og ofurkonujakkinn frægi. Samsett mynd

Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar sem fóru líklegast ekki framhjá neinum. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig. 

Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar sem fóru líklegast ekki framhjá neinum. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig. 

Tískupistla og aðrar hugleiðingar um tískustrauma í samfélaginu gátu svo margir tengt við.

Er ofurkonujakkinn dauður? 

Ein vin­sæl­asta flík ís­lenskra kvenna síðustu árin hef­ur senni­lega verið „of­ur­konujakk­inn“ góði, Logo Blazer frá Polo Ralph Lauren. Upp­haf­lega var hann hvað vin­sæl­ast­ur á meðal kvenna úr at­vinnu­líf­inu og fékk þess vegna þetta nafn.

Vin­sæld­ir hans eru auðskilj­an­leg­ar. Hann er flott­ur, fæst­ir deila um það, pass­ar við margt í fata­skápn­um og er vönduð flík frá þekktu fata­merki. Upp­tekn­ustu kon­ur lands­ins eru því fljót­ar að koma sér út á morgn­anna, jakk­inn er orðinn besti vin­ur­inn og mest notaða flík­in. Í hon­um er hægt að mæta fínn á fund en líka í kokteil­boð eft­ir vinnu, ekk­ert vesen. 

Dragt­ar­jakk­ar fást í flest­um fata­versl­un­um lands­ins og ætli flest­ar kon­ur eigi ekki einn svart­an inn í skáp. Blaðamaður sit­ur í ein­um núna við skrif­borðið en það vant­ar reynd­ar lógó-ið. Um­rædd­ur jakki hef­ur verið mjög áber­andi. Af hverju hef­ur hann verið svona vin­sæll? Er það merkið á vinstra brjóst­inu sem er orðið ein­hvers­kon­ar stöðutákn á meðal ís­lenskra kvenna?

Ofurkonujakkinn er til í mörgum útfærslum.
Ofurkonujakkinn er til í mörgum útfærslum. Samsett mynd

Hvaðan komu sigurföt Höllu?

Halla Tóm­as­dótt­ir var kjör­inn sjö­undi for­seti Íslands í sumar. Klæðaburður Höllu vakti at­hygli í kosn­inga­bar­átt­unni - ekki síst vegna vegna litlu silki­klút­anna sem hún skartaði oft og tíðum á meðan á bar­átt­unni stóð. Upp­haf­lega setti hún á sig klút vegna kvefs sem hún var að glíma við. 

Halla klædd­ist ljósri dragt á laug­ar­dag­inn var. Inn­an und­ir dragt­inni var hún í ljós­brún­um silkitopp. Bæði topp­ur­inn og dragt­in voru keypt í versl­un­inni Hjá Hrafn­hildi. Dragt­in er frá þýska tísku­merk­inu Marc Cain sem seldi upp­haf­lega peys­ur í mikl­um móð en færði sig svo yfir í breiðari kven­fa­talínu. 

Fatnaður Höllu Tómasdóttur hefur vakið mikla athygli á árinu.
Fatnaður Höllu Tómasdóttur hefur vakið mikla athygli á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Klæðabuður Björns vakti athygli í Kaupmannahöfn

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, og Björn Skúla­son, eig­inmaður henn­ar, fóru í opinbera heimsókn til Danmerkur í haust.

Klæðaburður Björns vakti at­hygli fyr­ir að vera aðeins of lát­laus. Hann klædd­ist dökk­blá­um jakka­föt­um, ljós­blárri skyrtu og dökk­brún­um skóm þegar Friðrik 10. Dana­kon­ung­ur og María drottn­ing tóku á móti ís­lensku for­seta­hjón­un­um.

Hvernig er það með regl­ur um klæðaburð þegar þú hitt­ir þjóðhöfðingja? Er ekki gerð krafa um svarta skó hjá karl­mönn­um?

„Það fer eft­ir því hvað er í gangi. Ef þú ert til dæm­is í smók­ing eða kjól­föt­um, þá ferðu í lakk­skó. En það fer í raun­inni eft­ir því hvað til­efnið er og hvað þú ert að fara að gera,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Svan Vil­hjálms­son, versl­un­ar­stjóri í Herrag­arðinum í Kringl­unni.

„Þetta er „prótokol“ sem fer eft­ir því hvað er á dag­skránni. Ef þetta er op­in­ber fund­ur eða fund­ur með þjóðhöfðingj­um þá eru all­ir í svört­um skóm. Maður sér yf­ir­leitt að menn eru í svört­um skóm.

En það eru ekki gerðar nein­ar at­huga­semd­ir um þann sem er í dökk­blá­um föt­um við brúna skó, það er voða stíl­hreint. Maður hugs­ar bara, hvað myndi James Bond gera?“ 

Færi hann ekki í hvíta skyrtu og svarta skó?

Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni …
Danakonungur og drottning tóku vel á móti Höllu og Birni í Kaupmannahöfn. Samsett mynd

Steldu stílnum af Röggu Gísla

Söng­kon­an og einn mesti töffari Íslands, Ragn­hild­ur Gísla­dótt­ir, var í miklu fjöri á Menn­ing­arnótt og söng á nokkr­um stöðum um borg­ina. Til dæm­is í Hörpu. Föt­in henn­ar vöktu mikla at­hygli sem oft áður en hún var klædd í víðar galla­bux­ur, hvíta skyrtu og með silki­klút um háls­inn.

Ragnhildur Gísladóttir er þekktur ofurtöffari.
Ragnhildur Gísladóttir er þekktur ofurtöffari. Ljósmynd/Hulda Margrét

Halla skartaði 642.000 króna gullkjól

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands var glæsi­leg í gala­kvöld­verði sem hald­inn var í Kristjáns­borg­ar­höll. Hún var í kjól sem hannaður var af breska fata­hönnuðinum Jenny Packham. Kjóll­inn er gyllt­ur að lit, al­sett­ur kristöll­um og pallí­ettu­skreytt­ur. 

Háls­málið á kjóln­um er hring­laga en erm­arn­ar eru svo­lítið eins og slá sem nær út á axl­irn­ar. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hönn­un Jenny Packham rat­ar í fín­ar veisl­ur því stór­stjörn­ur á borð við Kate Winslet, Em­ily Blunt og Sarah Jessica Par­ker hafa all­ar sést í kjól­um hönnuðar­ins. Hönn­un henn­ar hef­ur líka sést á hvíta tjald­inu í James Bond-kvik­mynd­inni Die Anot­her Day og Casino Royale. 

Kjóll­inn sem Halla klædd­ist kost­ar 4.753 dali ef hann er pantaður á net­inu. Ef það er reiknað út á gengi dags­ins þá væri hægt að fá kjól­inn fyr­ir 642.000 krón­ur. 

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik Danakonungur í Kristjánsborgarhöll.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Friðrik Danakonungur í Kristjánsborgarhöll. Bo Amstrup//Ritzau Scanpix

Laufey ein best klædd á Golden Globe

Gold­en Globe-verðlauna­hátíðin var hald­in í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um snemma í janúar á síðasta ári. Þangað mættu skær­ustu stjörn­ur heims í sínu allra fín­asta pússi og gengu rauða dreg­il­inn. 

Meðal þeirra var eng­in önn­ur en tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir sem hef­ur farið sig­ur­för um heim­inn síðastliðið ár. Hún var glæsi­leg á rauða dregl­in­um í kjól frá Rod­arte og með skart frá Cartier. 

Laufey klæddist Rodarte.
Laufey klæddist Rodarte. AFP/AMY SUSSMAN

Faldi ekki neitt í gegnsæjum kjól

Banda­ríska fyr­ir­sæt­an Em­ily Rataj­kowski vakti mikla at­hygli í gegn­sæj­um kjól frá Atelier Versace á Met Gala-viðburðinum. Viðburður­inn var hald­inn á Metropolit­an-safn­inu í New York-borg.

Allra augu voru á Rataj­kowski þegar hún birt­ist á mynt­ug­ræna dreg­il­in­um en fyr­ir­sæt­an klædd­ist engu und­ir kjóln­um. Það kom vel í ljós þegar hún stillti sér upp fyr­ir fram­an ljós­mynd­ara.

Rataj­kowski er ófeim­in að sýna lík­ama sinn og birt­ir reglu­lega mynd­ir af sér fá­klæddri á In­sta­gram-síðu sinni.

Allra augu voru á Emily Ratajkowski.
Allra augu voru á Emily Ratajkowski. AFP/DIA DIPASUPIL

Áslaug Arna blæs hárið með 100 þúsund króna hárblásara

Glæsi­leg­ur hár­blást­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, var áber­andi í umræðunni eft­ir um­deild um­mæli Ásgeirs Bolla Ásgeirs­son­ar, sem jafn­an er kennd­ur við versl­un­ina 17, um ung­ar kon­ur.

Ásgeir vill bjóða fram viðbót­arlista fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn und­ir merkj­um DD-lista. Í viðtali á Vísi sagði Ásgeir: „Við erum ekk­ert að leita að ein­hverj­um, hvað á ég að kalla það. Ein­hverj­um ný­út­skrifuðum stúlk­um sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyr­ir ungu fólki þá þurf­um við fólk með reynslu og eitt­hvað fólk sem hef­ur áunnið sér eitt­hvað í líf­inu.“

Áslaug Arna svaraði um­mæl­un­um í færslu á Face­book þar sem hún skrifaði: „Hjá sum­um er Boll­inn alltaf hálf tóm­ur, en hjá „ný­út­skrifuðum” stelp­um með blásið hár og naglalakk er Boll­inn full­ur.“

Í kjöl­farið birti hún mynd­band af sér þar sem hún var að blása á sér hárið, en til þess notaði hún hinn fræga Dy­son-hár­blás­ara sem hef­ur slegið ræki­lega í gegn um all­an heim. Hann þykir mik­il bylt­ing í hár­mót­un­ar­brans­an­um þar sem hann bæði þurrk­ar og stíliser­ar hárið á sama tíma. 

Áslaug Arna birti myndband af sér með Dyson-hárblásarann á Instagram.
Áslaug Arna birti myndband af sér með Dyson-hárblásarann á Instagram. Skjáskot/Instagram

Hildur mætti í sama kjólnum fjögur ár í röð

„Þing­setn­ing­ar­dag­ar und­an­far­inna ára í lífs­ins ólgu­sjó sem er gott að minna sig á að býður upp á alls kon­ar út­gáf­ur af til­veru. En reynd­ar alltaf sami kjóll­inn,“ seg­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Hild­ur hef­ur klæðst sama kjóln­um síðustu fjög­ur ár á þing­setn­ing­unni. Kjóll­inn er frá merk­inu ME+EM. Þó hún hafi mætt á sama stað þessi ár, í sama kjóln­um þá var lífið heima við krefj­andi og fjöl­breytt­ara.

„2024 með sér­lega hress­an lít­inn gaur. 2023 með fimm mánaða snáða. 2022 með laumuf­arþega kom­in sjö vik­ur á leið. 2021 í miðri tækni­frjóvg­un­ar­meðferð sem tókst ekki.“

Störf Hildar Sverrisdóttur hafa verið fjölbreytt síðustu ár.
Störf Hildar Sverrisdóttur hafa verið fjölbreytt síðustu ár. Samsett mynd

Klæðast karlar á miðjum aldri of þröngum buxum?

Ég sótti viðburð í miðbæ Reykja­vík­ur fyr­ir nokkr­um dög­um. Þar var fólk á öll­um aldri en mun fleiri af yngri kyn­slóðinni. Þetta voru lista­menn, tón­list­ar­menn og hönnuðir og lang­flest­ir áttu það sam­eig­in­legt að vera í sama sniði af bux­um; mjög síðum og af­skap­lega víðum.

Síðar sama kvöld var ég stödd í einni af fínni mat­höll­um bæj­ar­ins þar sem lang­flest­ir gest­irn­ir voru karl­ar á miðjum aldri. Þó að ég hafi það ekki staðfest þá gat ég samt séð af klæðaburðinum að þeir voru minna list­ræn­ir og meira fyr­ir leik að reikn­ings­dæm­um. Á meðal þeirra var líka eitt ríkj­andi buxnasnið og það var mun þrengra.

Kyn­slóðabil í klæðnaði er eðli­legt en þarna eru mikl­ar öfg­ar. Víðar og mjög síðar bux­ur áttu heima á viðburðinum en þess­ar þröngu í mat­höll­inni.

Það eru í kring­um fimmtán ár síðan þröng­ar bux­ur urðu hluti af fata­skáp flestra og þá allra kynja. Kon­ur voru aðeins á und­an sem oft­ar en þetta hélst þó í hend­ur. Áhrif­in má rekja til tísku­áhrifa­valda þess tíma eins og fyr­ir­sæt­unn­ar Kate Moss og tón­list­ar­manns­ins Petes Dohertys. Þá var fata­stíll fólks rokkaður með bóhem-ívafi.

Pete Doherty og Kate Moss áttu í ástarsambandi um tíma.
Pete Doherty og Kate Moss áttu í ástarsambandi um tíma. Ljósmynd/Instagram
mbl.is