Margir aðdáendur The Real Houswives segja að hægt sé að horfa dýpra í þáttagerðina heldur en svo að einungis sé um einfalda skemmtun að ræða. Við fyrstu sýn blasa við konur sem hafa allt til alls, klæðast fínustu hönnuninni þótt heimur þeirra virðist stundum óreiðukenndur.
Margir aðdáendur The Real Houswives segja að hægt sé að horfa dýpra í þáttagerðina heldur en svo að einungis sé um einfalda skemmtun að ræða. Við fyrstu sýn blasa við konur sem hafa allt til alls, klæðast fínustu hönnuninni þótt heimur þeirra virðist stundum óreiðukenndur.
Margir aðdáendur The Real Houswives segja að hægt sé að horfa dýpra í þáttagerðina heldur en svo að einungis sé um einfalda skemmtun að ræða. Við fyrstu sýn blasa við konur sem hafa allt til alls, klæðast fínustu hönnuninni þótt heimur þeirra virðist stundum óreiðukenndur.
Þættirnir um The Real Houswives voru fyrst sýndir á Bravo 2006 þegar húsmæðurnar í Orange County tóku við af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Desperate Houswifes. Ári síðar var þáttunum útvistað til New York og út komu Manahattan Moms. Árið 2008 voru yfirstéttarhúsmæður í Atlanta og New Jersey fengnar á skjáinn og árið 2009 í Washington. Í dag eru þættirnir teknir upp í 21 borg í Bandaríkjunum.
Aðdáendur þáttanna lýstu því yfir á TikTok að þættirnir væru í ætt við félagsfræðilega rannsókn. Að samskipti kvennanna snúist um flókna virkni í vináttu kvenna, félagslegt stigveldi og svæðisbundinn mun á skilgreiningu efri stéttar ásamt skírskotun til félagslegra gilda.
„Ég held þetta sé hárrétt,“ segir Brian Moylan, blaðamaður og höfundur The Houswives: The Real Story Behind the Housewives. Hann nefnir einnig að persónur Tennessee Williams-þáttanna séu í besta falli haldnar hugvillum á borð við að þær séu betri en þær í raun eru og að allar eigi þær sínar dekkri hliðar eða kljást við einhvers konar innri átök.
Suson Stracke, ein stjarnanna úr Beverly Hills-þáttunum frá 2020, sér samskiptin með sömu gleraugum. Hún vill meina að það hafi alltaf verið stigveldi í kvenkyns vinahópum og að þess vegna tengi svo margir við þættina.
Þáttaraðirnar hafa gefið konum í aldurshópnum 50+ rödd, en sá hópur hefur gjarnan verið jaðarsettur í sjónvarpi. Þá hafa þær brotið upp gamlar staðalímyndir aldurshópsins með glæsileika sínum, farsæld sem frumkvöðlar og oft umkringdar stórum vinkvennahópi.
Þær ferðast saman, halda veislur og rífast eins og enginn sé morgundagurinn. En þær hafa einnig hjálpað hver annarri í gegnum stóra áfanga eða áföll; skilnað, krabbamein, heimilisofbeldi, glasafrjóvgun og fleira.
Hreinskilni þeirra fyrir framan myndavélina afhjúpar þær sem manneskjur, gefur innsýn í sálarlíf þeirra og félagslega stöðu innan vinahópsins og hvernig þær hafa þurft, sem konur, að aðlagast samfélaginu sem þær búa í.
Og þrátt fyrir allt dramað geta þættirnir verið bráðfyndnir. Þeim hefur verið útvistað til annarra landa og eru nú alls ellefu lönd sem leika þættina eftir uppskrift þeirra í Bandaríkjunum.
Næstum tveimur áratugum eftir að þættirnir fóru fyrst í sýningu virðist ekkert lát vera á vinsældunum, ólíkt öðrum raunveruleikaþáttum, og fer aðdáendahópur þáttanna ört vaxandi.