Rannsaka mikinn seiðadauða í Fáskrúðsfirði

Fiskeldi | 4. janúar 2025

Rannsaka mikinn seiðadauða í Fáskrúðsfirði

Matvælastofnun (MAST) hefur til rannsóknar hvers vegna rúmlega 600 þúsund laxaseiði drápust í nóvember og byrjun desember í Fáskrúðsfirði stuttu eftir að þeim var sleppt í sjókvíar.

Rannsaka mikinn seiðadauða í Fáskrúðsfirði

Fiskeldi | 4. janúar 2025

Fiskeldi Kaldvíkur.
Fiskeldi Kaldvíkur. mbl.is/Þorgeir

Matvælastofnun (MAST) hefur til rannsóknar hvers vegna rúmlega 600 þúsund laxaseiði drápust í nóvember og byrjun desember í Fáskrúðsfirði stuttu eftir að þeim var sleppt í sjókvíar.

Matvælastofnun (MAST) hefur til rannsóknar hvers vegna rúmlega 600 þúsund laxaseiði drápust í nóvember og byrjun desember í Fáskrúðsfirði stuttu eftir að þeim var sleppt í sjókvíar.

Rúv greindi frá þessu í gær en sjórinn í firðinum hefur verið óvenju kaldur og MAST krefur Kaldvík um skýringar á því að seiði hafi verið flutt við slíkar aðstæður. 

Seiðin voru send til Noregs í krufningu en ekki fundust afgerandi merki um sjúkdóma. Því er talið að mögulega hafi óvenju kaldur sjór eða vont veður við flutninginn hafi haft áhrif. 

Seiðin voru flutt bæði frá Rifósi og Ölfusi. Áberandi var hve mikið af seiðunum úr Ölfusi hafi drepist og gæti það verið vegna gasbóluveiki sem er þekkt í seiðum þaðan.

Í svörum Kaldvíkur kom fram að útsetningin hafi tafist og að ferlum hafi verið breytt til að koma í veg fyrir sambærilegar aðstæður. Seiðadauðinn hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi fyrirtækisins. 

mbl.is