Ungmenni handtekin fyrir að undirbúa hryðjuverk

Rússland | 4. janúar 2025

Ungmenni handtekin fyrir að undirbúa hryðjuverk

Fjögur ungmenni voru handtekin í rússnesku borginni Yekaterinburg grunuð um undirbúning hryðjuverka.

Ungmenni handtekin fyrir að undirbúa hryðjuverk

Rússland | 4. janúar 2025

Rússneskir lögreglumenn í Moskvu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rússneskir lögreglumenn í Moskvu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Fjögur ungmenni voru handtekin í rússnesku borginni Yekaterinburg grunuð um undirbúning hryðjuverka.

Fjögur ungmenni voru handtekin í rússnesku borginni Yekaterinburg grunuð um undirbúning hryðjuverka.

Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að einstaklingarnir séu fæddir á árunum 2007 og 2008.

Þeir eru sagðir hafa ætlað að koma fyrir heimatilbúnum sprengjum á fjölförnum stöðum í borginni fyrir ótilgreinda hryðjuverkastarfsemi.

Tveir eru einnig sakaðir um að hafa kveikt í lögreglubíl.

Rússneska fréttastofan TASS birti myndskeið af einum hinna grunuðu þar sem hann játar að hafa kveikt í bílnum eftir að hann fylgdi „nýnasistasíðu á Telegram“. Á síðunni á honum að hafa verið sagt að það sé nauðsynlegt að gera árás á lögregluna.

mbl.is