Kanadíska söngkonan og lagahöfundurinn Nelly Furtado hóf nýja árið með bikinímyndum á Instagram og skilaboðum um nýfundna sjálfsást.
Kanadíska söngkonan og lagahöfundurinn Nelly Furtado hóf nýja árið með bikinímyndum á Instagram og skilaboðum um nýfundna sjálfsást.
Kanadíska söngkonan og lagahöfundurinn Nelly Furtado hóf nýja árið með bikinímyndum á Instagram og skilaboðum um nýfundna sjálfsást.
Myndirnar sýna Furtado stilla sér stolta upp fyrir framan spegil og taka sjálfsmyndir af sér farðalausri í skærappelsínugulu bikiníi.
Skilaboðin til fylgjenda hefjast á orðunum: „Eigðu hlutlausan líkama 2025...“
Furtado segist hafa orðið vör við nýjan fagurfræðilegan þrýsting á þessu ári, en á sama tíma upplifað nýtt stig sjálfsástar og ósvikins sjálfstrausts. Hún var upp á sitt besta í kringum aldamótin síðustu og átti lög á borð við I'm Like a Bird og Turn Off the Light á topp tíu á Billboard. Þá hefur hún einnig hlotið Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína.
Í færslunni útskýrir Furtado að hún sé ekki með neinn farða á andlitinu og að myndirnar séu hvorki klipptar né lagaðar til. „En ég er með gervibrúnku,“ skrifar hún og sér einnig tilefni til að nefna köngulóaræðar, eða æðaslit, sem hún segir að minni hana á móður sína og frænkur.
Þá kemur hún inn á lítaaðgerðir og segist hvorki hafa látið laga andlit né líkama, hvort sem það heiti fylliefni eða eitthvað annað. Niðurlag Furtado er að fylgjendur hennar tjái sig frjálslega, fagni sínum sérkennum og það sé í lagi að líka við spegilmynd sína en einnig í lagi að vilja eitthvað allt annað.