Graskerssúpa sem þau yngstu munu elska

Uppskriftir | 7. janúar 2025

Graskerssúpa sem þau yngstu munu elska

Kristín Amy Dyer, alla jafna kölluð Amy, er dolfallin áhugamanneskja um mat og heilbrigðan lífsstíl. Hún elskar fátt meira en að snæða en að snæða með litlu dóttur sinni og eiga með henni gæðastundir þegar matur er annars vegar.

Graskerssúpa sem þau yngstu munu elska

Uppskriftir | 7. janúar 2025

Krísitin Amy Dyer, alla jafna kölluð Amy, hefur mikla ástríðu …
Krísitin Amy Dyer, alla jafna kölluð Amy, hefur mikla ástríðu fyrir að matreiða fyrir 13 mánaða gamla dóttur sína. Ljósmynd/Aðsend

Krist­ín Amy Dyer, alla jafna kölluð Amy, er dol­fall­in áhuga­mann­eskja um mat og heil­brigðan lífs­stíl. Hún elsk­ar fátt meira en að snæða en að snæða með litlu dótt­ur sinni og eiga með henni gæðastund­ir þegar mat­ur er ann­ars veg­ar.

Krist­ín Amy Dyer, alla jafna kölluð Amy, er dol­fall­in áhuga­mann­eskja um mat og heil­brigðan lífs­stíl. Hún elsk­ar fátt meira en að snæða en að snæða með litlu dótt­ur sinni og eiga með henni gæðastund­ir þegar mat­ur er ann­ars veg­ar.

„Aðal­sportið hjá mér þessa dag­ana er að reyna finna rétti sem 13 mánaða dótt­ir mín elsk­ar. Ég sló ræki­lega í gegn þegar ég skellti í þessa ein­földu graskerssúpu en í frost­mikl­um janú­ar­mánuði og þegar flensu­tíma­bilið er í há­marki, þykja mér súp­ur eiga vel við. Sér í lagi þar sem þær eru oft sneisa­full­ar af nær­ing­ar­efn­um og ekki skemm­ir að dótt­ir mín bend­ir á súpu­skál­ina og heimt­ar meira á sínu ung­barna­máli og er í raun að segja: „Mamma, ég vil fá meira”.

Girnilega graskerssúpa sem Amy ber fallega fram.
Girni­lega graskerssúpa sem Amy ber fal­lega fram. Ljós­mynd/​Aðsend

Það er gam­an að segja frá því að grasker eða butt­ernut squash er ekki græn­meti eins og ég upp­runa­lega hélt, held­ur ávöxt­ur. Þessi ávöxt­ur er afar nær­ing­ar­rík­ur en hann inni­held­ur meðal ann­ars A, C og E víta­mín sem og ríku­legt magn trefja. Þessi súpa dekr­ar því al­deil­is við ónæmis­kerfið og melt­ing­una,“ seg­ir Amy lukku­leg.

„Ég hef tekið eft­ir því að sum­ir steikja graskerið eða það rót­argræn­meti sem þeir not­ast við í súp­ur, en ég tel það bragðbæta súp­una að baka það í ofni. Ef það er síðan af­gang­ur, þá er full­komið að skella því í kæli og gæða sér á súp­unni í há­deg­is­mat næsta dag,“ seg­ir Amy að lok­um.

Amy nostrar við súpugerðina og segir það skipta sköpun að …
Amy nostr­ar við súpu­gerðina og seg­ir það skipta sköp­un að leggja metnað í mat­ar­gerðina. Ljós­mynd/​Aðsend

Barn­væn graskerssúpa

Fyr­ir 2

  • 1 l græn­met­is­soð (eða vatn og græn­metiskraft)
  • 500 g grasker (Butt­ernut Squash)
  • 1 lauk­ur
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 2 meðal­stór­ar gul­ræt­ur
  • 1,5 cm ferskt engi­fer
  • ½ dl kó­kos­mjólk í dós
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ½ tsk. túr­merik (val­kvætt)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að stilla ofn­inn á 180°C og leyfið hon­um að hitna á meðan þið skerið graskerið í litla bita.
  2. Raðið grasker­inu á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og veltið því aðeins upp úr ólífu­olíu, salti og pip­ar.
  3. Setjið síðan inn í ofn í um það bil 25-35 mín­út­ur.
  4. Á meðan graskerið er í ofn­in­um, fínskerið þá lauk­inn og gul­ræt­urn­ar og rífið síðan engi­fer og hvít­lauks­geira niður.
  5. Hitið græn­met­is­soðið í potti.
  6. Steikið fínt skorna lauk­inn, gul­ræt­urn­ar, engi­ferið og hvít­lauk­inn upp úr ólífu­olíu í öðrum meðal­stór­um potti.
  7. Kryddið græn­metið aðeins til á meðan þið steikið það og bætið svo meira kryddi eft­ir smekk seinna í ferl­inu þegar þið látið súp­una malla.
  8. Sam­einið græn­metið og græn­met­is­soðið í einn pott og bætið við grasker­inu þegar það er orðið bakað og mjúkt í gegn.
  9. Leyfið þessu aðeins að malla sam­an í potti áður en þið maukið súp­una með töfra­sprota eða setjið í bland­ara.
  10. Þegar þið eruð búin að blanda öllu sam­an, bætið þá við kó­kos­mjólk­inni og kryddið súp­una meira ef ykk­ur finnst það eiga við.

 

 

mbl.is