Hætt að fela ást sína

Poppkúltúr | 7. janúar 2025

Hætt að fela ást sína

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster hafa stigið út úr skugganum og opinberað ást sína eftir margra mánaða vangaveltur fjölmiðla vestanhafs.

Hætt að fela ást sína

Poppkúltúr | 7. janúar 2025

Hugh Jackman og Sutton Foster fóru með hlutverk í söngleiknum …
Hugh Jackman og Sutton Foster fóru með hlutverk í söngleiknum The Music Man á Broadway. Skjáskot/Broadway.com

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster hafa stigið út úr skugganum og opinberað ást sína eftir margra mánaða vangaveltur fjölmiðla vestanhafs.

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster hafa stigið út úr skugganum og opinberað ást sína eftir margra mánaða vangaveltur fjölmiðla vestanhafs.

Parið var myndað í bak og fyrir þegar það sást á röltinu í Santa Monica í Kaliforníu á mánudagskvöldið. Ástin skein af parinu sem var á leið sinni í kvöldverð.

Jackman, 56 ára, og Foster, 49 ára, eru sögð hafa hrifist hvort af öðru þegar þau fóru með aðal­hlut­verk í söng­leikn­um The Music Man á Broadway fyr­ir ör­fá­um árum og að þá hafi farið að hrikta í stoðum hjóna­band­a þeirra.

Jackman skildi við eiginkonu sína til 27 ára, leikkonuna Deborru-Lee Furness, í september 2023, en fréttir af skilnaðinum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjón­in þóttu mikið fyr­ir­mynd­arp­ar.

­Foster sótti um skilnað frá eig­in­manni sín­um, hand­rits­höf­und­in­um Ted Griff­in, eft­ir tíu ára hjóna­band, í októ­ber á síðasta ári.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is