Leikkonan og leikstjórinn, Jodie Foster, sagði við blaðamenn eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina að þær Demi Moore væru á gullna skeiðinu, en báðar eru þær 62 ára.
Leikkonan og leikstjórinn, Jodie Foster, sagði við blaðamenn eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina að þær Demi Moore væru á gullna skeiðinu, en báðar eru þær 62 ára.
Leikkonan og leikstjórinn, Jodie Foster, sagði við blaðamenn eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina að þær Demi Moore væru á gullna skeiðinu, en báðar eru þær 62 ára.
Foster hlaut verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í þáttaseríunni True Detective: Night Country. En Demi Moore hlaut einnig verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Substance.
Í fjölmiðlaherberginu eftir hátíðina lýsti Foster því fyrir blaðamönnum að eitthvað gerðist þegar konur eltust og líkti því við að lífverur flæddu um æðar líkamans. „Allt í einu segirðu: Ó, mér er alveg sama um hlutina. Ég ætla ekki að keppa fyrir sjálfa mig.“
Hún sagðist jafnframt spennt fyrir því sem koma skyldi og hverju hún gæti deilt af reynslu sinni. „Þannig að fyrir mér er þetta ánægjulegasta augnablikið á ferlinum ... Eitthvað gerðist daginn sem ég varð sextíu ára.“
Þá þakkaði hún sérstaklega leikkonunni Sofíu Vergara, sem er 52 ára.