Lést um 45 kíló frá árinu 2017

Rauði dregillinn | 7. janúar 2025

Lést um 45 kíló frá árinu 2017

Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates var nær óþekkjanleg á rauða dreglinum í Los Angeles á sunnudag. Bates var viðstödd Golden Globe-verðlaunahátíðina í stjörnuborginni og gekk rauða dregilinn heilum 45 kílóum léttari.

Lést um 45 kíló frá árinu 2017

Rauði dregillinn | 7. janúar 2025

Kathy Bates.
Kathy Bates. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates var nær óþekkjanleg á rauða dreglinum í Los Angeles á sunnudag. Bates var viðstödd Golden Globe-verðlaunahátíðina í stjörnuborginni og gekk rauða dregilinn heilum 45 kílóum léttari.

Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates var nær óþekkjanleg á rauða dreglinum í Los Angeles á sunnudag. Bates var viðstödd Golden Globe-verðlaunahátíðina í stjörnuborginni og gekk rauða dregilinn heilum 45 kílóum léttari.

Bates, sem var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Matlock, hét því að breyta lífsháttum sínum eftir að hafa greinst með sykursýki tegund 2, sem var áður kölluð áunnin sykursýki, árið 2017 og hefur svo sannarlega staðið sína plikt.

Leikkonan, sem er 76 ára gömul og best þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Dolores Claiborne, Titanic, Misery, Fried Green Tomatoes og The Blind Side, vakti mikla athygli á rauða dreglinum fyrir geislandi og unglegt útlit sitt.

Bates kaus þægindi fram yfir glamúr og klæddist aðsniðnum jakka, skreyttur svörtum steinum, svörtum jakkafatabuxum og dimmbláum íþróttaskóm.

Bates hefur talað opinskátt um þyngdartap sitt síðustu ár og sagði í viðtali við tímaritið People í fyrra að hún hefði misst 36 kíló með breyttu mataræði og reglulegri þjálfun. Hún viðurkenndi einnig að þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic hefði hjálpað henni að ná af sér síðustu kílóunum.

Leikkonan Kathy Bates var glæsileg á rauða dreglinum.
Leikkonan Kathy Bates var glæsileg á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP
mbl.is