Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir setti inn bráðfyndið myndskeið á TikTok af því þegar þau systkinin gáfu foreldrum sínum verk eftir listamanninn Leif Ými Eyjólfsson í jólagjöf með áletruninni „maður verður svo kærulaus í þessum hita“.
Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir setti inn bráðfyndið myndskeið á TikTok af því þegar þau systkinin gáfu foreldrum sínum verk eftir listamanninn Leif Ými Eyjólfsson í jólagjöf með áletruninni „maður verður svo kærulaus í þessum hita“.
Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir setti inn bráðfyndið myndskeið á TikTok af því þegar þau systkinin gáfu foreldrum sínum verk eftir listamanninn Leif Ými Eyjólfsson í jólagjöf með áletruninni „maður verður svo kærulaus í þessum hita“.
Textinn á verkinu vísar í setningu sem móðir hennar, Aðalheiður Bragadóttir, lét gjarnan út úr sér í fjölskyldufríi á Ítalíu á síðasta ári eftir að hafa fengið sér aðeins í tánna, en Þórdís var dugleg að deila fríinu með fylgjendum sínum á TikTok.
Nú þegar eru komin tæplega hundrað þúsund áhorf á myndskeiðið sem hún deildi 29. desember og viðbrögð fylgjenda ansi góð.
Myndskeiðið sem á að snúast um húmorinn á bakvið gjöfina breytir fljótt um takt þegar athyglin beinist að ömmu Þórdísar sem á erfitt með að skilja verkið og textann. Henni er meira annt um að halda upp á borðann sem var bundinn um pakkann og hneykslast á að Aðalheiður skuli hafa klippt hann.
Eftir að hafa gefið verkinu gaum spyr hún hvar myndin sé, hvort hún sé aftan á verkinu en missir svo fljótt áhugann og beinir athyglinni að leik sem fjölskyldan var að byrja á.