Þakkaði Íslandi mörg hundruð milljóna stuðning

Úkraína | 7. janúar 2025

Þakkaði Íslandi mörg hundruð milljóna stuðning

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrí Sibíha, þakkaði Íslandi fyrir tveggja milljóna evra stuðning við hergagnaframleiðslu Úkraínu á fundi sínum með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í dag.

Þakkaði Íslandi mörg hundruð milljóna stuðning

Úkraína | 7. janúar 2025

Þorgerður Katrín og Andrí Sibíha, utanríkisráðherra Úkraínu.
Þorgerður Katrín og Andrí Sibíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrí Sibíha, þakkaði Íslandi fyrir tveggja milljóna evra stuðning við hergagnaframleiðslu Úkraínu á fundi sínum með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í dag.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrí Sibíha, þakkaði Íslandi fyrir tveggja milljóna evra stuðning við hergagnaframleiðslu Úkraínu á fundi sínum með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í dag.

Þorgerður er í Kænugarði í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem utanríkisráðherra Íslands.

Í tilkynningu úkraínska utanríkisráðuneytisins segir að Sibíha hafi á fundinum lagt áherslu á sérstök tengsl Úkraínu og Íslands, sem hann sagði ná þúsund ár aftur í tímann, og minntist sérstaklega á að höfuðborgin Kyiv bæri hið sérstaka nafn Kænugarður á íslensku.

Hlakkar til aukinna fjárfestinga

Lýsti hann yfir miklu þakklæti í garð Íslands fyrir fjárhagsaðstoðina og kvaðst hlakka til aukinna fjárfestinga Íslands við úkraínskan hergagnaiðnað.

„Við erum þakklát Íslandi fyrir nýlegt framlag upp á rúmlega tvær milljónir evra til framleiðslu á úkraínskum vopnum að „danskri fyrirmynd“, sagði úkraínski utanríkisráðherrann en samstarfsverkefnið var að frumkvæði Danmerkur.

Þá kvaðst hann þakklátur Íslandi fyrir að hafa sent gervilimi til Úkraínu.

mbl.is