Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir í nótt norðnorðaustur við Bárðarbungu og um er að ræða stærsta jarðskjálftann það sem af er ári.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir í nótt norðnorðaustur við Bárðarbungu og um er að ræða stærsta jarðskjálftann það sem af er ári.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir í nótt norðnorðaustur við Bárðarbungu og um er að ræða stærsta jarðskjálftann það sem af er ári.
Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„En þetta er nú ekki óvenjulegt, að fá svona stærri skjálfta í Bárðarbungu,“ segir Salóme og bendir á að á síðastliðnu ári hafi sjö skjálftar í Bárðarbungu verið stærri en 4 að stærð.
Hún nefnir að í desember 2024 hafi einn skjálfti verið af stærðinni 5,1 í Bárðarbungu en skjálftinn í nótt er annars stærsti skjálftinn á síðustu 60 dögum.
Spurð hvort að um sé að ræða stærsta skjálftann á nýju ári segir Salóme að svo virðist vera.
Annar skjálfti í Bárðarbungu fylgdi stóra skjálftanum en það var skjálfti af stærðinni 2,8.
Áframhaldandi skjálftavirkni er við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu en upp úr klukkan 5 í morgun var skjálfti af stærðinni 2,9.
„Skjálftavirkni hefur verið að aukast síðustu mánuði,“ segir Salóme.
Mikið hefur verið fjallað um skjálftavirknina við Grjótárvatn að undanförnu. Ekki er hægt að staðfesta hvað veldur virkninni en helst kemur tvennt til greina, innflekavirkni eða kvikusöfnun á miklu dýpi.
18. desember mældist stærsti skjálftinn frá því að bera fór á aukinni virkni vorið 2021, en það var skjálfti af stærð 3,2.