Grænlandstaka Trumps afgreidd sem rugl

Grænlandstaka Trumps afgreidd sem rugl

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vísar yfirlýsingum Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að taka mögulega Grænland með hervaldi, á bug sem „villtum draumórum (e. „wild hypothetical stuff“).

Grænlandstaka Trumps afgreidd sem rugl

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 8. janúar 2025

Trump lætur ýmislegt flakka en hér er hann fyrir sakadómi …
Trump lætur ýmislegt flakka en hér er hann fyrir sakadómi í New York í maí í fyrra vegna fjársvikamáls síns. AFP/Justin Lane

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vísar yfirlýsingum Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að taka mögulega Grænland með hervaldi, á bug sem „villtum draumórum (e. „wild hypothetical stuff“).

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vísar yfirlýsingum Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að taka mögulega Grænland með hervaldi, á bug sem „villtum draumórum (e. „wild hypothetical stuff“).

Staðfesti stjórnin þó að sambandið gripi til varna fyrir Grænland yrði landið fyrir árás.

Trump lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hann útilokaði engan veginn að Bandaríkin legðu Grænland undir sig með hervaldi, en áður hafði hann lýst því yfir að leggja Dönum ofurtolla á herðar neituðu þeir að láta landið af hendi, en Grænland lýtur danskri stjórn.

Eftir því sem AFP-fréttastofan greinir frá forðast ESB-stjórnendur í Brussel það eins og heitan eldinn að dragast inn í orðaskak um Grænlandsmálið, láti Framkvæmdastjórnin heldur í það skína að hún hlakki til að eiga í samstarfi við komandi stjórnvöld vestanhafs.

Panamaskurðurinn og Kanada einnig í háska

„Við erum að tala um algjörlega villta draumóra stjórnar sem ekki hefur verið mynduð enn,“ sagði talskona framkvæmdastjórnarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem yfirlýsingar Trumps voru til umræðu. Önnur talskona kvað meginregluna vera þá að virða fullveldi ríkja.

Spurningu blaðamanna um hvort Grænland félli undir samningsákvæði um gagnstæða aðstoð ESB-ríkja við árás á eitt þeirra svaraði talskonan Paula Pinho játandi. „En hér erum við að tala um eitthvað sem er algjörlega fræðilegt og við viljum ekki kafa dýpra í,“ sagði hún enn fremur.

Trump lét ummælin um Grænland falla á blaðamannafundi í gær auk þess sem fleira framúrstefnulegt kom frá forsetanum verðandi, svo sem að ná stjórn á Panamaskurðinum með hervaldi og beita viðskiptaþvingunum gegn Kanada.

mbl.is