Heitasta parið í Hollywood hætt saman

Poppkúltúr | 8. janúar 2025

Heitasta parið í Hollywood hætt saman

Leikarinn Austin Butler og fyrirsætan Kaia Gerber, dóttir ­of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Cin­dy Craw­ford og viðskipta­jöf­urs­ins Rande Ger­ber, eru hætt saman eftir þriggja ára samband.

Heitasta parið í Hollywood hætt saman

Poppkúltúr | 8. janúar 2025

Kaia Gerber og Austin Butler.
Kaia Gerber og Austin Butler. Ljósmynd/AFP

Leikarinn Austin Butler og fyrirsætan Kaia Gerber, dóttir ­of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Cin­dy Craw­ford og viðskipta­jöf­urs­ins Rande Ger­ber, eru hætt saman eftir þriggja ára samband.

Leikarinn Austin Butler og fyrirsætan Kaia Gerber, dóttir ­of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Cin­dy Craw­ford og viðskipta­jöf­urs­ins Rande Ger­ber, eru hætt saman eftir þriggja ára samband.

Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur frá tíðindunum í gærdag.

Heimildarmaður slúðurmiðilsins sem þekkir vel til parsins segir að sambandið hafa einfaldlega fjarað út í lok síðasta árs.

Gerber, sem er 23 ára, fagnaði áramótunum í faðmi fjölskyldu sinnar í Nýju-Mexíkó og var Butler, 33 ára, hvergi sjáanlegur.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gerber átt í ástarsamböndum við nokkra þekkta einstaklinga og má þar nefna fyrirsætuna Cöru Delevingne og leikarann Jacob Elordi.

Butler, sem vakti heimsathygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Elvis, átti í langtímasambandi við leikkonuna Vanessu Hudgens áður en hann tók saman við Gerber.

mbl.is